Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. nóvember 2023 07:01 Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður rifjar upp hvernig amma hennar nýtti allt, saumaði meira að segja ný jakkaföt úr gömlum. Hrefna býr til vörur úr hráefni sem annars væri fargað en segir mikilvægt að fólk vandi sig við það sem það kaupi. Vísir/Vilhelm „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. Sem statt og stöðugt vinnur að því að skapa vörur með því að nýta hráefni sem annars hefði væri fargað. Sem dæmi má nefna Jólakettirnir sem hannaðir voru árið 2020 og eru búnir til úr barnafötum sem annars væru sent til útlanda til urðunar. Eða Airbag púðarnir sem gerðir eru úr notuðum loftpúðum úr ónýtum bílum en eru núna hannaðir af Fléttu fyrir Fólk Reykjavík. Hrefna var ein fyrirlesara málstofunnar Erum við að kaupa til að henda? sem haldin var í Grósku í síðustu viku. Að málstofunni stóðu 66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa og í dag og á morgun mun Atvinnulífið fjalla um ýmislegt sem þar kom fram. Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir reka saman Fléttu sem vinnur að því að skapa virði úr hráefni sem annars ætti að farga. Hér má sjá nokkra hluti, t.d. Jólaköttinn sem búinn er til úr barnafötum og lampa sem eru búnir til úr verðlaunagripum. Það er ekkert rusl til Meðal þess sem fram kom á málstofunni er að heimurinn þyrfti 14 jarðir ef aðrar þjóðir væru jafn neysluglaðar þjóðir og Íslendingar: Svo mikil eru vistporin okkar. Þá kom fram að á hverju ári er um 92 tonnum af textíl hent en markmið málstofunnar var að ræða um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem offramleiðsla og ofneysla hefur. Á málstofunni héldu erindi auk Hrefnu, hönnuðurinn Valdís Steinars, Kristín Vala Ragnarsdóttir umhverfisfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Þorgerður Þorbarnardóttir frá Landvernd og Regn. Fundarstjóri var Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu. Það er í raun og veru ekki til rusl heldur bara hráefni í röngu samhengi,“ sagði Hrefna meðal annars í panel umræðum málstofunnar. Enda ótrúlegustu hlutir sem Hrefna og samstarfskonan hennar og meðeigandi Birta Rós Brynjólfsdóttir hafa hannað. Til dæmis lampa, hillur og borð úr gömlum verðlaunagripum svo eitthvað sé nefnt. „Við höfum svo unnið fyrir fyrirtæki að því að nýta hráefni betur og skapa farveg fyrir það sem óhjákvæmilega fellur til við daglegan rekstur þeirra,“ segir Hrefna um starfsemina. Hrefna vann nýverið Hönnunarverðlaun Ísland fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni. Hún hvetur fólk til að fara vel með það sem það kaupir, kaupa notað og kaupa föt sem endast og hægt er að gera við.Vísir/Vilhelm Að sporna við ofneyslunni Eitt af því sem Hrefna ræddi um á málstofunni er aukin samvinna. „Ég trúi því bara að eina leiðin til að takast á við loftslagsvandann sé að vinna saman þvert á fagsvið og leggjast á eitt, ég held að þannig náist betri árangur og hraðar.“ Samvinnan sem Hrefna vill sjá er samvinna á milli vísindafólks, hönnuða, fyrirtækja og samfélagsins sem heild. „Við munum sífellt þurfa að verða meira skapandi í lausnum á vandamálum tengdum umhverfismálum þar sem þau verða sífellt alvarlegri og þá verðum við bara að hafa marga ólíka huga í því að vinna saman til að finna leiðina i gegn,“ segir Hrefna. Þá hvetur hún almenning til að horfa meira aftur til fortíðar. „Við mættum öll horfa meira til formæðra okkar og forfeðra og nýta það sem er okkur næst betur,“ segir Hrefna en bendir þó á að fólk þurfi ekki að fara langt aftur í tímann því að amma og afi flestra eru meðal þeirra kynslóða sem nýttu allt sem hægt var að nýta. Hrefna, sem nýverið vann verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni, segir stóra málið svo sem ekkert felast í því að skapa nýjar vörur úr hráefni sem annars væri fargað. Heldur að draga úr ofneyslunni. Fyrst og fremst er mikilvægt að fara vel með það sem maður á, kaupa notað, kaupa föt sem endast og sem hægt er að gera við.“ Það sem síðan þurfi að endurnýja, sé hægt að nýta aftur og þar sé um að gera að nýta hugmyndarflugið. „Mamma saumaði til dæmis ullarteppi um daginn úr gömlum götóttum ullarsokkum og vettlingum, mér fannst það algjör snilld!“ Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 „Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. 13. maí 2020 11:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem statt og stöðugt vinnur að því að skapa vörur með því að nýta hráefni sem annars hefði væri fargað. Sem dæmi má nefna Jólakettirnir sem hannaðir voru árið 2020 og eru búnir til úr barnafötum sem annars væru sent til útlanda til urðunar. Eða Airbag púðarnir sem gerðir eru úr notuðum loftpúðum úr ónýtum bílum en eru núna hannaðir af Fléttu fyrir Fólk Reykjavík. Hrefna var ein fyrirlesara málstofunnar Erum við að kaupa til að henda? sem haldin var í Grósku í síðustu viku. Að málstofunni stóðu 66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa og í dag og á morgun mun Atvinnulífið fjalla um ýmislegt sem þar kom fram. Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir reka saman Fléttu sem vinnur að því að skapa virði úr hráefni sem annars ætti að farga. Hér má sjá nokkra hluti, t.d. Jólaköttinn sem búinn er til úr barnafötum og lampa sem eru búnir til úr verðlaunagripum. Það er ekkert rusl til Meðal þess sem fram kom á málstofunni er að heimurinn þyrfti 14 jarðir ef aðrar þjóðir væru jafn neysluglaðar þjóðir og Íslendingar: Svo mikil eru vistporin okkar. Þá kom fram að á hverju ári er um 92 tonnum af textíl hent en markmið málstofunnar var að ræða um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem offramleiðsla og ofneysla hefur. Á málstofunni héldu erindi auk Hrefnu, hönnuðurinn Valdís Steinars, Kristín Vala Ragnarsdóttir umhverfisfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Þorgerður Þorbarnardóttir frá Landvernd og Regn. Fundarstjóri var Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu. Það er í raun og veru ekki til rusl heldur bara hráefni í röngu samhengi,“ sagði Hrefna meðal annars í panel umræðum málstofunnar. Enda ótrúlegustu hlutir sem Hrefna og samstarfskonan hennar og meðeigandi Birta Rós Brynjólfsdóttir hafa hannað. Til dæmis lampa, hillur og borð úr gömlum verðlaunagripum svo eitthvað sé nefnt. „Við höfum svo unnið fyrir fyrirtæki að því að nýta hráefni betur og skapa farveg fyrir það sem óhjákvæmilega fellur til við daglegan rekstur þeirra,“ segir Hrefna um starfsemina. Hrefna vann nýverið Hönnunarverðlaun Ísland fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni. Hún hvetur fólk til að fara vel með það sem það kaupir, kaupa notað og kaupa föt sem endast og hægt er að gera við.Vísir/Vilhelm Að sporna við ofneyslunni Eitt af því sem Hrefna ræddi um á málstofunni er aukin samvinna. „Ég trúi því bara að eina leiðin til að takast á við loftslagsvandann sé að vinna saman þvert á fagsvið og leggjast á eitt, ég held að þannig náist betri árangur og hraðar.“ Samvinnan sem Hrefna vill sjá er samvinna á milli vísindafólks, hönnuða, fyrirtækja og samfélagsins sem heild. „Við munum sífellt þurfa að verða meira skapandi í lausnum á vandamálum tengdum umhverfismálum þar sem þau verða sífellt alvarlegri og þá verðum við bara að hafa marga ólíka huga í því að vinna saman til að finna leiðina i gegn,“ segir Hrefna. Þá hvetur hún almenning til að horfa meira aftur til fortíðar. „Við mættum öll horfa meira til formæðra okkar og forfeðra og nýta það sem er okkur næst betur,“ segir Hrefna en bendir þó á að fólk þurfi ekki að fara langt aftur í tímann því að amma og afi flestra eru meðal þeirra kynslóða sem nýttu allt sem hægt var að nýta. Hrefna, sem nýverið vann verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni, segir stóra málið svo sem ekkert felast í því að skapa nýjar vörur úr hráefni sem annars væri fargað. Heldur að draga úr ofneyslunni. Fyrst og fremst er mikilvægt að fara vel með það sem maður á, kaupa notað, kaupa föt sem endast og sem hægt er að gera við.“ Það sem síðan þurfi að endurnýja, sé hægt að nýta aftur og þar sé um að gera að nýta hugmyndarflugið. „Mamma saumaði til dæmis ullarteppi um daginn úr gömlum götóttum ullarsokkum og vettlingum, mér fannst það algjör snilld!“
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01 Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 „Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. 13. maí 2020 11:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. 19. október 2023 07:01
Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
„Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. 13. maí 2020 11:00