„Partur af þessari vegferð sem alltaf er verið að tala um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 19:30 Rakel Dögg Bragadóttir er hóflega bjartsýn fyrir HM kvenna í handbolta sem hefst í vikunni. Vísir/Stöð 2 Sport Ísland lauk í gær keppni á Posten Cup, æfingamóti í Noregi, í aðdraganda heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fram undan er. Fyrrum landsliðskona leggur áherslu á að liðið nýti reynsluna sem þetta mót skapar og haldi sinni vegferð áfram. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira