Keppt var á 20 kílómetra langri sérleið þar sem að kuldinn fór alla leið niður í -15 gráður á celsiuskvarðanum.
„Typpið á mér er frosið,“ sagði Calle í viðtali við sænska miðilinn Expressen í viðtali skömmu eftir að hann skilaði sér í mark. „Ég er að segja þetta í fullri hreinskilni. Ég þurfti að liggja inni í hitakompunni í tíu mínútur til þess að hita það. Þetta er ótrúlega vont.“
Hann var svo með eitt ráð til þeirra sem gætu verið að íhuga að skella sér í 20 kílómetra langa kalda göngu í næfurþunnum gönguskíðagalla.
„Ekki gera það,“ var ráð Calle sem endaði í 18. sæti á umræddu gönguskíðamóti.