Fannst mark Garnachos flottara en mark Rooneys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2023 10:30 Gary Neville segir að markið sem Alejandro Garnacho skoraði fyrir Manchester United gegn Everton í gær sé flottasta mark sem hann hefur séð skorað með hjólhestaspyrnu. Eftir aðeins þrjár mínútur í leik Everton og United á Goodison Park í gær skoraði Garnacho með stórkostlegri hjólhestaspyrnu og kom gestunum yfir. United vann leikinn á endanum, 0-3. Neville, sem lýsti leiknum á Sky Sports, var dolfallinn yfir marki Garnachos eins og fleiri. „Ég hef ekki séð betra mark með hjólhestaspyrnu. Þetta var fallegasta hjólhestaspyrna sem ég hef séð,“ sagði Neville. Margir líktu marki argentínska ungstirnisins við frægt mark Waynes Rooney fyrir United gegn Manchester City 2011. Neville fannst markið hans Garnachos vera flottara. „Ég hef ekki séð svona áður. Það sem vakti athygli var að hann þurfti að færa sig, fer inn og út, hreyfir fæturna snöggt og kastar sér upp í loftið,“ sagði Neville. „Ég spilaði fótbolta lengi en get ekki gert þetta. Ekki bara hjólhestaspyrnuna heldur að komast í loftið til að ná að snerta boltann. Ég held ég myndi hálsbrjóta mig! Flestir leikmenn myndu ekki vita hvernig ætti að gera þetta. Þetta eru fimleikar, ekki fótbolti. Þetta er besta hjólhestaspyrna sem ég hef séð. Ég hef aldrei séð leikmann komast í stöðu eins og Garnacho. Rooney var nálægt því en mark Garnachos er bara betra.“ Markið í gær var það fyrsta hjá Garnacho í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United er í 6. sæti hennar. Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Enski boltinn Tengdar fréttir Keane segir ummæli Ten Hags „algjört helvítis kjaftæði“ Roy Keane gaf lítið fyrir það þegar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Bruno Fernandes fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnu í 0-3 sigri liðsins á Everton í gær. 27. nóvember 2023 08:30 Fannst Kobbie Mainoo langbestur hjá United Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United. 27. nóvember 2023 07:30 United fyrsta liðið til að halda fimm hundruð sinnum hreinu Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær þegar liðið vann 0-3 sigur á Everton en þetta var í 500. sinn sem liðið heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni. 27. nóvember 2023 07:01 Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. 26. nóvember 2023 21:01 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Eftir aðeins þrjár mínútur í leik Everton og United á Goodison Park í gær skoraði Garnacho með stórkostlegri hjólhestaspyrnu og kom gestunum yfir. United vann leikinn á endanum, 0-3. Neville, sem lýsti leiknum á Sky Sports, var dolfallinn yfir marki Garnachos eins og fleiri. „Ég hef ekki séð betra mark með hjólhestaspyrnu. Þetta var fallegasta hjólhestaspyrna sem ég hef séð,“ sagði Neville. Margir líktu marki argentínska ungstirnisins við frægt mark Waynes Rooney fyrir United gegn Manchester City 2011. Neville fannst markið hans Garnachos vera flottara. „Ég hef ekki séð svona áður. Það sem vakti athygli var að hann þurfti að færa sig, fer inn og út, hreyfir fæturna snöggt og kastar sér upp í loftið,“ sagði Neville. „Ég spilaði fótbolta lengi en get ekki gert þetta. Ekki bara hjólhestaspyrnuna heldur að komast í loftið til að ná að snerta boltann. Ég held ég myndi hálsbrjóta mig! Flestir leikmenn myndu ekki vita hvernig ætti að gera þetta. Þetta eru fimleikar, ekki fótbolti. Þetta er besta hjólhestaspyrna sem ég hef séð. Ég hef aldrei séð leikmann komast í stöðu eins og Garnacho. Rooney var nálægt því en mark Garnachos er bara betra.“ Markið í gær var það fyrsta hjá Garnacho í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United er í 6. sæti hennar. Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Keane segir ummæli Ten Hags „algjört helvítis kjaftæði“ Roy Keane gaf lítið fyrir það þegar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Bruno Fernandes fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnu í 0-3 sigri liðsins á Everton í gær. 27. nóvember 2023 08:30 Fannst Kobbie Mainoo langbestur hjá United Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United. 27. nóvember 2023 07:30 United fyrsta liðið til að halda fimm hundruð sinnum hreinu Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær þegar liðið vann 0-3 sigur á Everton en þetta var í 500. sinn sem liðið heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni. 27. nóvember 2023 07:01 Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. 26. nóvember 2023 21:01 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Keane segir ummæli Ten Hags „algjört helvítis kjaftæði“ Roy Keane gaf lítið fyrir það þegar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Bruno Fernandes fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnu í 0-3 sigri liðsins á Everton í gær. 27. nóvember 2023 08:30
Fannst Kobbie Mainoo langbestur hjá United Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United. 27. nóvember 2023 07:30
United fyrsta liðið til að halda fimm hundruð sinnum hreinu Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær þegar liðið vann 0-3 sigur á Everton en þetta var í 500. sinn sem liðið heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni. 27. nóvember 2023 07:01
Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. 26. nóvember 2023 21:01