Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fjöldi hreindýra hafi sést við og á hringveginum í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði. Bent er á að erfitt geti verið að koma auga á dýrin í myrkri og að þau geti hlaupið fyrirvaralaust inn á veginn.
Árið 2020 drápust þrjú hreindýr þegar þau urðu fyrir bíl á Háreksstaðaleið á Austurlandi.