Heildarlög um sjávarútveg Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 15:31 Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum sem hafa það að markmiði að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Tillögurnar hafa nýst vel við undirbúning þessa frumvarps sem hefur tvíþætt markmið. Annarsvegar að leiða í lög þær tillögur sem eru afrakstur undanfarinna missera ásamt því að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta. Stjórn nýtingar á forsendum umhverfis Í frumvarpinu og í stefnunni er byggt á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Stefnan skýrir hvert við viljum halda með sjávarútveg. Tekið verður betur utan um fiskveiðistjórnun þannig að vistkerfis- og varúðarnálgun sé skrifuð inn í lögin. Skýr ákvæði um verndarsvæði í hafi og stýring veiðiálags með veiðarfærum í stað stærðar skipa munu gera kleift að ná meiri árangri í verndun vistkerfa hafsins. Það er mikilvægt í því skyni að okkur sé kleift að leiða í lög meginsjónarmið umhverfisréttar á þessu sviði en jafnframt að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, sem leggja sívaxandi áherslu á vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Gagnsæi forsenda sáttar Samhliða vinnu við Auðlindina okkar fékk ráðuneyti mitt Félagsvísindastofnun til að framkvæma stærstu viðhorfskönnun meðal almennings um sjávarútveg sem gerð hefur verið. Eitt af því sem þar kom í ljós var að almenningur á Íslandi telur aukið gagnsæi vera lykilatriði til þess að auka sátt. Þrátt fyrir að ekkert eitt atriði geti í sjálfu sér framkallað sátt þá tel ég það einboðið að gera þurfi verulegar umbætur á gagnsæismálum í sjávarútvegi. Þannig eru lagðar til í frumvarpinu breytingar á hugtökum um yfirráð og tengda aðila til samræmis við aðra löggjöf sem gildir á Íslandi. Þá er lagt til að víkka út upplýsingaskyldu á stærri útgerðir og skerpt á heimildum stofnana til þess að geta viðhaft viðvarandi eftirlit með eignarhaldi og eignatengslum. Til þess að hvetja til dreifðara eignarhalds í sjávarútvegsfyrirtækjum er lagt til að fyrirtæki skráð á markað megi vera stærri en sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru skráð. Enda eru meiri kröfur á gagnsæi eignarhalds og ákvarðanatöku í félögum sem lúta reglum sem gilda um skráð félög. Flókin kerfi einfölduð Hvað varðar hin svokölluðu byggðakerfi er lagt til að einfalda þau og skerpa á markmiðum þeirra. Þessi kerfi eru sum hver komin til ára sinna og árangur af þeim óviss, auk þess sem að fyrirsjáanleiki í hluta þeirra er lítill. Lagt er til að markmið strandveiða og aflamarks Byggðastofnunar verði lögfest og skýrt til þess að gera kleift að meta árangur sem af þessum kerfum verða. Í frumvarpinu eru lagðar til tvær útfærslur á framkvæmd innviðaleiðar sem lögð var til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Önnur gerir ráð fyrir því að stjórnvöld bjóði aflaheimildirnar tímabundið upp og tekjum sem af því skapast sé úthlutað til sjávarbyggða. Hin gerir ráð fyrir því að úthluta aflaheimildum beint til sveitarfélaga sem bjóði þær heimildir til leigu og nýti tekjurnar til þess að styðja við sjávarbyggðir. Þá er lagt til að leggja niður, með fjögurra ára aðlögun, línuívilnun og skel- og rækjubætur. Veiðigjald hækkað á uppsjávartegundir Lagt er til í drögunum að hækka veiðigjöld á uppsjávartegundir. Sú breyting skilar auknum tekjum í sameiginlega sjóði. Í skýrslu Auðlindarinnar okkar var bent á núverandi álagning veiðigjalda kæmi misjafnt niður á fyrirtækjum eftir því hvort þau veiddu botnfisk eða uppsjávarfisk. Álagning legðist vægar á fyrirtæki í uppsjávarveiðum heldur en í botnfiskveiðum. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður. Breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur fjármálaáætlunar sem samþykkt var í vor á Alþingi, en þar var gert ráð fyrir auknum tekjum af veiðigjaldi á næstu árum. Íslenskur sjávarútvegur er að svo mörgu leyti til fyrirmyndar. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er í fararbroddi á mörgum sviðum. Ekki síst þegar kemur að framlagi greinarinnar til samfélagsins, nýtingarhlutfalli afla og í nýsköpun. Við þurfum að hlaupa hratt til þess að viðhalda þeirri stöðu, með því að skýra reglur og uppfæra. Án umbóta, án aukins gagnsæis munum við ekki geta skapað skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Stöðnun mun koma í veg fyrir frekari árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum sem hafa það að markmiði að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Tillögurnar hafa nýst vel við undirbúning þessa frumvarps sem hefur tvíþætt markmið. Annarsvegar að leiða í lög þær tillögur sem eru afrakstur undanfarinna missera ásamt því að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta. Stjórn nýtingar á forsendum umhverfis Í frumvarpinu og í stefnunni er byggt á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Stefnan skýrir hvert við viljum halda með sjávarútveg. Tekið verður betur utan um fiskveiðistjórnun þannig að vistkerfis- og varúðarnálgun sé skrifuð inn í lögin. Skýr ákvæði um verndarsvæði í hafi og stýring veiðiálags með veiðarfærum í stað stærðar skipa munu gera kleift að ná meiri árangri í verndun vistkerfa hafsins. Það er mikilvægt í því skyni að okkur sé kleift að leiða í lög meginsjónarmið umhverfisréttar á þessu sviði en jafnframt að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, sem leggja sívaxandi áherslu á vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Gagnsæi forsenda sáttar Samhliða vinnu við Auðlindina okkar fékk ráðuneyti mitt Félagsvísindastofnun til að framkvæma stærstu viðhorfskönnun meðal almennings um sjávarútveg sem gerð hefur verið. Eitt af því sem þar kom í ljós var að almenningur á Íslandi telur aukið gagnsæi vera lykilatriði til þess að auka sátt. Þrátt fyrir að ekkert eitt atriði geti í sjálfu sér framkallað sátt þá tel ég það einboðið að gera þurfi verulegar umbætur á gagnsæismálum í sjávarútvegi. Þannig eru lagðar til í frumvarpinu breytingar á hugtökum um yfirráð og tengda aðila til samræmis við aðra löggjöf sem gildir á Íslandi. Þá er lagt til að víkka út upplýsingaskyldu á stærri útgerðir og skerpt á heimildum stofnana til þess að geta viðhaft viðvarandi eftirlit með eignarhaldi og eignatengslum. Til þess að hvetja til dreifðara eignarhalds í sjávarútvegsfyrirtækjum er lagt til að fyrirtæki skráð á markað megi vera stærri en sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru skráð. Enda eru meiri kröfur á gagnsæi eignarhalds og ákvarðanatöku í félögum sem lúta reglum sem gilda um skráð félög. Flókin kerfi einfölduð Hvað varðar hin svokölluðu byggðakerfi er lagt til að einfalda þau og skerpa á markmiðum þeirra. Þessi kerfi eru sum hver komin til ára sinna og árangur af þeim óviss, auk þess sem að fyrirsjáanleiki í hluta þeirra er lítill. Lagt er til að markmið strandveiða og aflamarks Byggðastofnunar verði lögfest og skýrt til þess að gera kleift að meta árangur sem af þessum kerfum verða. Í frumvarpinu eru lagðar til tvær útfærslur á framkvæmd innviðaleiðar sem lögð var til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Önnur gerir ráð fyrir því að stjórnvöld bjóði aflaheimildirnar tímabundið upp og tekjum sem af því skapast sé úthlutað til sjávarbyggða. Hin gerir ráð fyrir því að úthluta aflaheimildum beint til sveitarfélaga sem bjóði þær heimildir til leigu og nýti tekjurnar til þess að styðja við sjávarbyggðir. Þá er lagt til að leggja niður, með fjögurra ára aðlögun, línuívilnun og skel- og rækjubætur. Veiðigjald hækkað á uppsjávartegundir Lagt er til í drögunum að hækka veiðigjöld á uppsjávartegundir. Sú breyting skilar auknum tekjum í sameiginlega sjóði. Í skýrslu Auðlindarinnar okkar var bent á núverandi álagning veiðigjalda kæmi misjafnt niður á fyrirtækjum eftir því hvort þau veiddu botnfisk eða uppsjávarfisk. Álagning legðist vægar á fyrirtæki í uppsjávarveiðum heldur en í botnfiskveiðum. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður. Breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur fjármálaáætlunar sem samþykkt var í vor á Alþingi, en þar var gert ráð fyrir auknum tekjum af veiðigjaldi á næstu árum. Íslenskur sjávarútvegur er að svo mörgu leyti til fyrirmyndar. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er í fararbroddi á mörgum sviðum. Ekki síst þegar kemur að framlagi greinarinnar til samfélagsins, nýtingarhlutfalli afla og í nýsköpun. Við þurfum að hlaupa hratt til þess að viðhalda þeirri stöðu, með því að skýra reglur og uppfæra. Án umbóta, án aukins gagnsæis munum við ekki geta skapað skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Stöðnun mun koma í veg fyrir frekari árangur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun