Segir Alþingi „nánast lamað“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 22:30 Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar, hafa áhyggjur af málafjölda sem afgreiddur er á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira