Læknismeðferð hafnað Sigmar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 07:30 Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Viðreisn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun