Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forseta Íslands í heimsókn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 19:17 Forsetahjónin auk borgarstjórahjónanna skoðuðu íslenskuver í Breiðholtsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurborg Forsetahjónin fóru víða í dag í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Reykjavíkur frá því Vigdís Finnbogadóttir heimsótti borgina á 200 ára afmæli hennar árið 1986. Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forsetann í heimsókn. Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira