Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:29 Húseigendafélaginu berst kvörtun um það bil einu sinni í mánuði vegna stöðugra reykinga í fjölbýli sem mikið ónæði hlýst af. Getty Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“ Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“
Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent