Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Elvar Örn Friðriksson skrifar 23. nóvember 2023 08:01 Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Landslið karla í handbolta Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun