Enginn skjálfti hefur mælst yfir 2 að stærð í dag. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef veðurstofunnar frá því í morgun segir þó að gera megi ráð fyrir því að hvassviðrið sem gengur yfir landið hafi áhrif á á næmni kerfisins til að finna minnstu skjálftana.
Því sé erfitt að meta hvort dragi úr skjálftavirkni að svo stöddu.
Í gær var staðan þannig að áfram hægði á aflögun í og við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember en land hélt hinsvegar áfram að rísa við Svartsengi.