Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 16:46 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira