Fánaberar stríðsins eru vestanhafs Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 21. nóvember 2023 14:30 Vegna þeirrar blóðugu styrjaldar sem enn geisar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur samstaða alþjóðarsamfélagsins fengið á sig þungt högg. Ekki ber síður að merkja höggið sem hefur sprungið eins og bóla framan í samfélög sem stórir minnihlutahópar búa í. Sorgarferlið nístir niður í dýpstu lífs og sálar rætur þeirra sem það snertir og mannfallið verður þeim sem til fórnarlambanna þekkja tilefni til að höggvast á í ræðu og riti. Annað eins smitar út frá sér og umbreytist fljótt í átök; átökin í hatur; og hatrið í uppnám og sundrungu. Þessi blóðuga krísa klýfur fólk í fylkingar hérna heima ekkert síður en menn klofna í afstöðu til hennar í nágrannalöndum okkar. Af öllu er sú staðreynd sennilega sorglegust, að í stað þess að sameinast um fordæmingu mannfallsins eins og það leggur sig, bjóðum við deilunni að hreiðra um sig meðal okkar. Sundurþykki deilunnar eitrar samfélagsloftið af áþreifanlegri spennu og menn lýsa yfir stuðningi við aðra hliðina, sem þeir telja jafnframt saklausa, og dæma hina um leið ólíðanlega brotlega. Menn lýsa yfir stuðningi sínum af næstum meiri áfergju en bresku fótboltabullurnar og skreyta sig á samfélagsmiðlum með fána landsins sem þeir styðja. Leyfist mér að spyrja hvers vegna enginn hefur fengið þá flugu í hausinn að setja báða fánana hlið við hlið? Tveggjaríkjalausnin svokallaða nær aldrei fram að ganga öðruvísi en að fánarnir blaki hlið við hlið sem samstæður en ekki andstæður. En samt þykir fólki í öruggri fjarlægð frá átökunum fánarnir vera andstæður á sama hátt og fylkingarnar sem átökin hverfast um finnst þeir vera andstæður. Þegar maður velur sér fána í deilu sem þessari, af sömu duttlungum og að klæðast treyju fótboltaliðsins sem maður heldur með, hafnar maður um leið skelfingunni sem hitt „liðið“ hefur þurft að þola. Hér finnst eflaust flestum vera um ögn alvarlegra mál en saklausan fótboltaleik að ræða. Um þetta hafa flestir líka rétt fyrir sér, staðan er grafalvarleg. En á meðan meira púðri er hlaðið í þann málflutning, að Ísrael þurfi að granda Palestínu til að komast af eða öfugt, gleymist fólkið sem hefur látið lífið af völdum stríðsins og sjálft stríðið er smækkað niður í hatramma íþrótt. Leikmenn og fyrirliðar – hvort heldur þú kýst að kalla þá fótgönguliða eða herforingja – hvers liðs og raunar liðin sjálf, eiga út af fyrir sig minnstu athyglina skilið en fá samt mest af henni. Jafnvel þegar svo ber undir að fjallað er um þjáningu óbreyttra borgara, er það yfirleitt gert í því skyni að benda á andstyggð og illsku liðsins sem olli tjóninu. En sjaldnast í því skyni að brýna fyrir þegnum vestrænna lýðræðisríkja, hversu dýrmætt langunnið friðarástand Vesturlanda er, og minna á mikilvægi þess að friður haldist þar sem hann þó er við lýði. Í stað þess eru margir hverjir yfir sig uppteknir af því hvor hliðin er skæðari og keppast um að strá fræjum sundrungar innan okkar samfélags. Enda gerir fólk sér iðulega mikinn mat úr öllu sem hægt er að rífast um á netinu. Fólk er þrasgjarnt að vanda og þvermóðskan brennur af einum spjallþræði yfir á þann næsta. Í ljósi þess mætti gera sér grillur um að fólk notfæri sér neyð átakanna til að svala eigin þörf fyrir rætnum og tilgangslausum netrifrildum. Ef satt reynist, gerir fólk það líklega óafvitandi. En skeytum ekkert um það. Snúum okkur frekar að því hversu siðlaus rifrildi um þessi mál eru. Vesturlönd hafa kosið að nálgast átökin, sem breiða út faðm sinn alla leið til okkar um þessar mundir, af grundvallarmisskilningi á skyldum okkar til okkar sjálfra og alþjóðarsamfélagsins. Það er ekki okkar hlutverk að standa með Palestínu eða Ísrael, enda brjóta báðir aðilar sýnilega í bága við gildin sem vestræn velferðarríki upphefja og hafa upphafið um aldaraðir. Okkar er einungis skyldan að upphefja þessi gildi. Að tryggja að þau hrörni ekki í okkar samfélagi, vegna innbyrðis ágreinings um réttmæti stríðs sem er svo fjarri okkur, að við þyrftum að sprengja tíu þúsund Hvalfjarðargöng til að komast í snertingu við það. Ennfremur er það ekki svo, að langorðar rökræður þurfi til þess, að afhjúpa hvar réttmætið liggur. Réttmætið blasir þvert á móti við í þjáningarþrungnum augum allra Palestínu-Araba og Ísraelsbúa, sem hrakningar stríðsins sökkva klóm sínum í. Með þessu fólki þurfum við að standa, þótt við séum ekki endilega þess umkominn að bjarga því. Og við þá staðreynd þurfum við að sættast. Jafnvel þeir sem eiga ættir að rekja til þessara slóða og búa meðal okkar, geta ekki krafist þess að vestræn velferðarríki verði vettvangur menningarlegs framhalds á þessari blóði drifnu deilu. Við getum ekki stöðvað deiluna með því að leyfa henni að blómstra meðal okkar. Enginn skyldi hins vegar halda að hér sé mælt með að stríðsátökum sé mætt af algjörri blindni, eins og þau séu hreinn uppspuni frá rótum. Síður en svo. Stríð sem þetta ætti helst að vekja okkur til djúprar umhugsunar um hvernig hægt sé að varðveita bál réttlætisins þar sem það þó logar. Vissulega getum við notað bál réttlætisins, sem brennur í hjarta okkar allra, til að fordæma aðra hliðina og hvítþvo hina, jafnvel þótt báðar séu sýnilega sekar. En slíkir flokkadrættir ala á hatri innan okkar samfélags og hatur er greið leið til glötunar. Fordæmingin þarf ávallt að lúta í lægra haldi fyrir því að snúa inn á við og vernda gildin sem sameina okkur. Við þurfum ekki að geta bjargað heiminum, en við þurfum að vera sterk fyrirmynd fyrir heiminn. Þess vegna eru netrifrildi um þessi mál tilgangslaus og ennfremur gjörsamlega siðlaus. Það sem öllu máli skiptir er að gildin okkar séu skýr. En þegar það rennur upp fyrir manni, að í miðjum hryllingnum sé Vesturlandabúum að yfirsjást verðmætin sem mestu máli skiptir að berjast fyrir, fölnar allt hitt í samanburði við þá uppgötvun, að stoðir okkar samfélags hljóti að veikjast fyrir vikið. Þá sér maður að sprungan þvert yfir Reykjanesskagann er táknræn fyrir eitthvað annað og meira en gliðnun jarðskorpunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að dragast inn í deiluna á forsendum réttmætrar reiði og siðferðilegra yfirburða, og að beina hvoru tveggja að samlöndum sínum. En að falla í þá freistni þýðir að dýrmætri yfirsýn er skipt út fyrir þröngsýni nauts á leið til slátrunar. Þröngsýnt naut uppfullt af frumstæðum hvötum er reyndar eins ákjósanleg myndlíking og verið getur. Eins og nautin sem stangast á yfir kú sem þau vilja bæði ganga í augun á, missum við sjónar á gildunum sem mestu máli skipta og á meðan við erum heltekin af réttmætri reiði gagnvart þeim sem við rekum horn okkar í, hverfa þau út í sólsetrið ásamt kúnni. Höfundur er útskriftarefni við FÁ, eða einfaldlega nemandi við FÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Vegna þeirrar blóðugu styrjaldar sem enn geisar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur samstaða alþjóðarsamfélagsins fengið á sig þungt högg. Ekki ber síður að merkja höggið sem hefur sprungið eins og bóla framan í samfélög sem stórir minnihlutahópar búa í. Sorgarferlið nístir niður í dýpstu lífs og sálar rætur þeirra sem það snertir og mannfallið verður þeim sem til fórnarlambanna þekkja tilefni til að höggvast á í ræðu og riti. Annað eins smitar út frá sér og umbreytist fljótt í átök; átökin í hatur; og hatrið í uppnám og sundrungu. Þessi blóðuga krísa klýfur fólk í fylkingar hérna heima ekkert síður en menn klofna í afstöðu til hennar í nágrannalöndum okkar. Af öllu er sú staðreynd sennilega sorglegust, að í stað þess að sameinast um fordæmingu mannfallsins eins og það leggur sig, bjóðum við deilunni að hreiðra um sig meðal okkar. Sundurþykki deilunnar eitrar samfélagsloftið af áþreifanlegri spennu og menn lýsa yfir stuðningi við aðra hliðina, sem þeir telja jafnframt saklausa, og dæma hina um leið ólíðanlega brotlega. Menn lýsa yfir stuðningi sínum af næstum meiri áfergju en bresku fótboltabullurnar og skreyta sig á samfélagsmiðlum með fána landsins sem þeir styðja. Leyfist mér að spyrja hvers vegna enginn hefur fengið þá flugu í hausinn að setja báða fánana hlið við hlið? Tveggjaríkjalausnin svokallaða nær aldrei fram að ganga öðruvísi en að fánarnir blaki hlið við hlið sem samstæður en ekki andstæður. En samt þykir fólki í öruggri fjarlægð frá átökunum fánarnir vera andstæður á sama hátt og fylkingarnar sem átökin hverfast um finnst þeir vera andstæður. Þegar maður velur sér fána í deilu sem þessari, af sömu duttlungum og að klæðast treyju fótboltaliðsins sem maður heldur með, hafnar maður um leið skelfingunni sem hitt „liðið“ hefur þurft að þola. Hér finnst eflaust flestum vera um ögn alvarlegra mál en saklausan fótboltaleik að ræða. Um þetta hafa flestir líka rétt fyrir sér, staðan er grafalvarleg. En á meðan meira púðri er hlaðið í þann málflutning, að Ísrael þurfi að granda Palestínu til að komast af eða öfugt, gleymist fólkið sem hefur látið lífið af völdum stríðsins og sjálft stríðið er smækkað niður í hatramma íþrótt. Leikmenn og fyrirliðar – hvort heldur þú kýst að kalla þá fótgönguliða eða herforingja – hvers liðs og raunar liðin sjálf, eiga út af fyrir sig minnstu athyglina skilið en fá samt mest af henni. Jafnvel þegar svo ber undir að fjallað er um þjáningu óbreyttra borgara, er það yfirleitt gert í því skyni að benda á andstyggð og illsku liðsins sem olli tjóninu. En sjaldnast í því skyni að brýna fyrir þegnum vestrænna lýðræðisríkja, hversu dýrmætt langunnið friðarástand Vesturlanda er, og minna á mikilvægi þess að friður haldist þar sem hann þó er við lýði. Í stað þess eru margir hverjir yfir sig uppteknir af því hvor hliðin er skæðari og keppast um að strá fræjum sundrungar innan okkar samfélags. Enda gerir fólk sér iðulega mikinn mat úr öllu sem hægt er að rífast um á netinu. Fólk er þrasgjarnt að vanda og þvermóðskan brennur af einum spjallþræði yfir á þann næsta. Í ljósi þess mætti gera sér grillur um að fólk notfæri sér neyð átakanna til að svala eigin þörf fyrir rætnum og tilgangslausum netrifrildum. Ef satt reynist, gerir fólk það líklega óafvitandi. En skeytum ekkert um það. Snúum okkur frekar að því hversu siðlaus rifrildi um þessi mál eru. Vesturlönd hafa kosið að nálgast átökin, sem breiða út faðm sinn alla leið til okkar um þessar mundir, af grundvallarmisskilningi á skyldum okkar til okkar sjálfra og alþjóðarsamfélagsins. Það er ekki okkar hlutverk að standa með Palestínu eða Ísrael, enda brjóta báðir aðilar sýnilega í bága við gildin sem vestræn velferðarríki upphefja og hafa upphafið um aldaraðir. Okkar er einungis skyldan að upphefja þessi gildi. Að tryggja að þau hrörni ekki í okkar samfélagi, vegna innbyrðis ágreinings um réttmæti stríðs sem er svo fjarri okkur, að við þyrftum að sprengja tíu þúsund Hvalfjarðargöng til að komast í snertingu við það. Ennfremur er það ekki svo, að langorðar rökræður þurfi til þess, að afhjúpa hvar réttmætið liggur. Réttmætið blasir þvert á móti við í þjáningarþrungnum augum allra Palestínu-Araba og Ísraelsbúa, sem hrakningar stríðsins sökkva klóm sínum í. Með þessu fólki þurfum við að standa, þótt við séum ekki endilega þess umkominn að bjarga því. Og við þá staðreynd þurfum við að sættast. Jafnvel þeir sem eiga ættir að rekja til þessara slóða og búa meðal okkar, geta ekki krafist þess að vestræn velferðarríki verði vettvangur menningarlegs framhalds á þessari blóði drifnu deilu. Við getum ekki stöðvað deiluna með því að leyfa henni að blómstra meðal okkar. Enginn skyldi hins vegar halda að hér sé mælt með að stríðsátökum sé mætt af algjörri blindni, eins og þau séu hreinn uppspuni frá rótum. Síður en svo. Stríð sem þetta ætti helst að vekja okkur til djúprar umhugsunar um hvernig hægt sé að varðveita bál réttlætisins þar sem það þó logar. Vissulega getum við notað bál réttlætisins, sem brennur í hjarta okkar allra, til að fordæma aðra hliðina og hvítþvo hina, jafnvel þótt báðar séu sýnilega sekar. En slíkir flokkadrættir ala á hatri innan okkar samfélags og hatur er greið leið til glötunar. Fordæmingin þarf ávallt að lúta í lægra haldi fyrir því að snúa inn á við og vernda gildin sem sameina okkur. Við þurfum ekki að geta bjargað heiminum, en við þurfum að vera sterk fyrirmynd fyrir heiminn. Þess vegna eru netrifrildi um þessi mál tilgangslaus og ennfremur gjörsamlega siðlaus. Það sem öllu máli skiptir er að gildin okkar séu skýr. En þegar það rennur upp fyrir manni, að í miðjum hryllingnum sé Vesturlandabúum að yfirsjást verðmætin sem mestu máli skiptir að berjast fyrir, fölnar allt hitt í samanburði við þá uppgötvun, að stoðir okkar samfélags hljóti að veikjast fyrir vikið. Þá sér maður að sprungan þvert yfir Reykjanesskagann er táknræn fyrir eitthvað annað og meira en gliðnun jarðskorpunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að dragast inn í deiluna á forsendum réttmætrar reiði og siðferðilegra yfirburða, og að beina hvoru tveggja að samlöndum sínum. En að falla í þá freistni þýðir að dýrmætri yfirsýn er skipt út fyrir þröngsýni nauts á leið til slátrunar. Þröngsýnt naut uppfullt af frumstæðum hvötum er reyndar eins ákjósanleg myndlíking og verið getur. Eins og nautin sem stangast á yfir kú sem þau vilja bæði ganga í augun á, missum við sjónar á gildunum sem mestu máli skipta og á meðan við erum heltekin af réttmætri reiði gagnvart þeim sem við rekum horn okkar í, hverfa þau út í sólsetrið ásamt kúnni. Höfundur er útskriftarefni við FÁ, eða einfaldlega nemandi við FÁ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun