Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. nóvember 2023 21:42 Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi. Vísir/Ívar Fannar Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41
„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18
Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16
Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10