Aðstæður svipi verulega til upphafs eldgossins í mars 2021 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 20:59 Skjálftavirkni hefur haldist stöðug síðustu daga, en þó virðist töluvert hafa dregið úr fjölda skjálfta síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Átta sólarhringar eru síðan innskot ruddi sér leið inn í jarðskorpuna undir Grindavík. Öll gögn þykja benda til þess að kvika sé komin í efstu lög jarðskorpunnar, jafnvel í efstu 500 metrana. Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur haldist stöðug síðustu daga, að því er kemur fram í tilkynningu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þó virðist töluvert hafa dregið úr fjölda skjálfta síðasta sólarhring. Þá kemur fram að land haldi áfram að síga í Grindavík en þó með minni hraða. Líklegasti eldsuppkomustaðurinn sé við Hagafell norðan Grindavíkur. „Aðstæður núna þykja svipa verulega til þess er gosið í Geldingadölum hófst í mars 2021. Innskot undir Fagradalsfjalli hafði þá verið að vinna sér leið upp á yfirborðið í þrjár vikur áður en hún náði upp,“ segir í tilkynningunni. Land virðist rísa á ný Þá segir að síðustu dagana fyrir eldgos hefði dregið verulega úr skjálftavirkni, auk þess sem að aflögun á yfirborði hefði nánast stöðvast. Því hafi verið spáð stuttu fyrir gosið að þeim atburði væri að ljúka án þess að til eldgoss kæmi. Loks segir að landris virðist vera hafið á nýjan leik yfir syllunni sem myndast hefur norðan og vestan Þorbjarnar. „Land seig þar mikið á föstudeginum sem innskotið myndaðist. GPS mælar við Eldvörp, Skipastígahraun og Svartsengi sýna nú að land hefur síðustu vikuna risið mun hraðar en áður en innskotið varð - allt að 15 millimetra á dag. Má þvi vera að kvikusöfnun í sylluna sé hraðari en áður og að stutt verði í það dragi til tíðinda á nýjan leik í jarðhræringum, óháð því hvort það gjósi núna eða ekki,“ segir í tilkynningu. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur haldist stöðug síðustu daga, að því er kemur fram í tilkynningu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þó virðist töluvert hafa dregið úr fjölda skjálfta síðasta sólarhring. Þá kemur fram að land haldi áfram að síga í Grindavík en þó með minni hraða. Líklegasti eldsuppkomustaðurinn sé við Hagafell norðan Grindavíkur. „Aðstæður núna þykja svipa verulega til þess er gosið í Geldingadölum hófst í mars 2021. Innskot undir Fagradalsfjalli hafði þá verið að vinna sér leið upp á yfirborðið í þrjár vikur áður en hún náði upp,“ segir í tilkynningunni. Land virðist rísa á ný Þá segir að síðustu dagana fyrir eldgos hefði dregið verulega úr skjálftavirkni, auk þess sem að aflögun á yfirborði hefði nánast stöðvast. Því hafi verið spáð stuttu fyrir gosið að þeim atburði væri að ljúka án þess að til eldgoss kæmi. Loks segir að landris virðist vera hafið á nýjan leik yfir syllunni sem myndast hefur norðan og vestan Þorbjarnar. „Land seig þar mikið á föstudeginum sem innskotið myndaðist. GPS mælar við Eldvörp, Skipastígahraun og Svartsengi sýna nú að land hefur síðustu vikuna risið mun hraðar en áður en innskotið varð - allt að 15 millimetra á dag. Má þvi vera að kvikusöfnun í sylluna sé hraðari en áður og að stutt verði í það dragi til tíðinda á nýjan leik í jarðhræringum, óháð því hvort það gjósi núna eða ekki,“ segir í tilkynningu.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira