Í þættinum svöruðu þær spurningum frá þáttastjórnendunum Ásu Ninnu og Svavari Erni. Ein af spurningunum var á þá leið hvor þeirra heyri fleiri kjaftasögur um sig. Það stóð ekki á svörum hjá Lindu P sem sagði að það væri klárlega Sigga.
„Ég heyri fullt af kjaftasögum, ég er alltaf að heyra einhverjar kjaftasögur. Er maður ekki vinsæll þegar það eru kjaftasögur í gangi? En vitið þið það, maður er löngu búinn að loka á þetta kjaftæði, maður veit hvað er satt,“ sagði Sigga Beinteins.
Ása Ninna spurði vinkonurnar þá hvort þær hafi heyrt kjaftasöguna um að þær tvær séu í ástarsambandi. „Sigga var að segja mér það áðan,“ svaraði Linda P þá og hélt áfram. „Það er búið að vera í 35 ár.“
Aðspurðar hvernig þær taki því þegar þær heyra svona orðróm um sig segjast þær hlæja að honum. „Maður hlustar ekki á svona kjaftæði,“ sagði Sigga og Linda tekur í sama streng. „Maður er ekkert að pæla í þessu.“
