„Ástandið er að breytast úr sorg í reiði“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 14:54 Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt syni sínum. Fjölskyldan hefst nú við í íbúð í Garðabæ eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt. Einar segir hljóðið í Grindvíkingum þungt. Vísir/Ívar Fannar Maður úr Grindavík segir íbúa bæjarins tifandi tímasprengju. Fólki sé að verða ljóst að það sé ekki á leiðinni heim til sín á næstunni og að bankarnir muni ekki koma því til aðstoðar. Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira