Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 13:57 Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í og við Grindavík síðustu vikurnar og ekki sér fyrir endan á. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina. Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Helstu verkefni björgunarsveitarinnar Suðurnes síðustu daga hafa snúist um að standa vaktina á lokunarpóstum við Grindavík, auk þess sem björgunarsveitarfólk hefur ferjað íbúa inn í bæinn til að vitja eigna sinna. Aðgerðarstjóri sveitarinnar, Haraldur Haraldsson, segir að heilt yfir hafi gengið vel en aðstæður séu mjög krefjandi. „Þetta er ekki mjög líkamlega erfitt verkefni en það reynir mjög á andlega fyrir björgunarsveitafólk. Við erum að fylgja fólki á jafnvel versta tíma lífs þess, inn á æskuheimili eða heimili sem það er að byggja upp. Mögulega er það að fara í síðasta skipti inn, ef allt fer á versta veg.“ Við auðvitað finnum á fólki að því líður ekki vel. Við tæklum þetta af virðingu við fólkið og reynum að styðja við það eins og við mögulega getum. Haraldur segir að vel hafi gengið að manna vaktir undanfarið. Hann á von á að um viðvarandi ástand sé að ræða sem geti komið til með að standa yfir mánuðum saman. Verkefni björgunarsveita felast meðal annars í því að manna lokunarpósta. Vísir/Vilhelm Er þitt fólk ekkert smeykt að vera inni á svæðinu? „Auðvitað. En við vitum að allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru í gangi. Á meðan við vitum að það er verið að passa okkur, á meðan við pössum fólkið sem við erum að fylgja, þá líður okkur betur. Það er verið að gera þetta á eins öruggan hátt og hægt er. Við gerum allt til að standa við bakið á félögum okkar í Grindavík,“ segir Haraldur Haraldsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira