Stórforeldri nýtt orð um kynhlutlaust foreldri foreldris Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 13:25 Keppnin var haldin í þriðja sinn í ár. Vísir/Ívar Fannar Samtökin ´78 hafa valið nýyrði ársins. Fyrr á árinu var auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á ýmsum enskum orðum. Valin hafa verið tvö ný orð og ein skammstöfun. Stórforeldri og aðkynhneigð eru nýyrði sem kynnt voru í gær á Degi íslenskrar tungu. Þá var einnig kynnt til leiks skammstöfunin ks. sem er skammstöfun á kynsegin, eins og kvk. og kk. Nýyrðin og skammstöfunin eru nýyrði sem eru afurð Hýryrða, nýyrðasamkeppni samtakanna ´78. Stórforeldri er kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldris. Það sem flestir þekkja sem ömmu eða afa. Aðkynhneigð er svo þýðing á orðinu allosexual. Allosexual er fólk sem finnur fyrir kynferðislegri hrifningu á öðru fólki. Kynhneigð þeirra getur verið hver sem er. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að keppnin hafi nú verið haldin í þriðja sinn. Markmiðið með henni er að gefa almenningi kost á að taka þátt í að stækka og efla íslenskan orðaforða um hinsegin tilveru. „Hinsegin barátta og umræða um hinsegin málefni, til dæmis kynjaðan veruleika, hefur þróast sérlega hratt á síðustu áratugum og Hýryrðum er meðal annars ætlað að tryggja að íslensk tunga haldi í við þá þróun. Það er mikilvægt fyrir hinsegin fólk og sjálfsákvörðunarrétt þess að geta talað um tilfinningar sínar, sjálfsmynd og samfélagsformgerðir á íslensku og það er enn fremur forsenda fyrir því að samfélagið sé í stakk búið að ræða málin,“ segir í tilkynningunni. Góð þátttaka í ár Þar kemur einnig fram að keppnin hafi hafist 19. apríl þar sem kallað var eftir tillögum að orðum sem vantaði í tungumálið. Eftir það var svo auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausri skammstöfun hliðstæðri kvk. og kk., kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á annars vegar enska orðinu allosexual og hins vegar orðunum femme og masc. Alls sendu um 300 manns inn tillögu að einu eða fleiri orðum áður en frestur rann út 15. september. Önnur orð sem hafa verið valin í samkeppninni fyrri ár eru kvár, stálp, mágkvár, svilkvár og eikynhneigð. Í fyrra voru í keppninni valin hýr tákn í táknmál. Nánar er fjallað um niðurstöður keppninnar hér á vef samtakanna. Hinsegin Mannréttindi Íslensk tunga Tengdar fréttir Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. 3. júlí 2023 00:14 Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. 20. janúar 2022 08:09 Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Eitt markmið Hýryrða var að vekja fólk til umhugsunar um tvíhyggjuna í íslensku. Kynjuð fornöfn og lýsingarorð þykja úthýsa fólki sem skilgreinir sig án kyns. 18. nóvember 2015 07:00 Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Hýryrði 2015 er nýyrðakeppni Samtakanna '78. Markmið keppninnar er bæði að styrkja íslenska tungu og fræða fólk um fjölbreytnina innan hinsegin samfélagsins. Að vera hinsegin einskorðast ekki við samkynhneigð líkt og margir halda. 8. ágúst 2015 07:00 Samtökin '78 efna til nýyrðasamkeppni í hinsegin orðaforðanum Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. 5. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Stórforeldri og aðkynhneigð eru nýyrði sem kynnt voru í gær á Degi íslenskrar tungu. Þá var einnig kynnt til leiks skammstöfunin ks. sem er skammstöfun á kynsegin, eins og kvk. og kk. Nýyrðin og skammstöfunin eru nýyrði sem eru afurð Hýryrða, nýyrðasamkeppni samtakanna ´78. Stórforeldri er kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldris. Það sem flestir þekkja sem ömmu eða afa. Aðkynhneigð er svo þýðing á orðinu allosexual. Allosexual er fólk sem finnur fyrir kynferðislegri hrifningu á öðru fólki. Kynhneigð þeirra getur verið hver sem er. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að keppnin hafi nú verið haldin í þriðja sinn. Markmiðið með henni er að gefa almenningi kost á að taka þátt í að stækka og efla íslenskan orðaforða um hinsegin tilveru. „Hinsegin barátta og umræða um hinsegin málefni, til dæmis kynjaðan veruleika, hefur þróast sérlega hratt á síðustu áratugum og Hýryrðum er meðal annars ætlað að tryggja að íslensk tunga haldi í við þá þróun. Það er mikilvægt fyrir hinsegin fólk og sjálfsákvörðunarrétt þess að geta talað um tilfinningar sínar, sjálfsmynd og samfélagsformgerðir á íslensku og það er enn fremur forsenda fyrir því að samfélagið sé í stakk búið að ræða málin,“ segir í tilkynningunni. Góð þátttaka í ár Þar kemur einnig fram að keppnin hafi hafist 19. apríl þar sem kallað var eftir tillögum að orðum sem vantaði í tungumálið. Eftir það var svo auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausri skammstöfun hliðstæðri kvk. og kk., kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á annars vegar enska orðinu allosexual og hins vegar orðunum femme og masc. Alls sendu um 300 manns inn tillögu að einu eða fleiri orðum áður en frestur rann út 15. september. Önnur orð sem hafa verið valin í samkeppninni fyrri ár eru kvár, stálp, mágkvár, svilkvár og eikynhneigð. Í fyrra voru í keppninni valin hýr tákn í táknmál. Nánar er fjallað um niðurstöður keppninnar hér á vef samtakanna.
Hinsegin Mannréttindi Íslensk tunga Tengdar fréttir Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. 3. júlí 2023 00:14 Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. 20. janúar 2022 08:09 Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Eitt markmið Hýryrða var að vekja fólk til umhugsunar um tvíhyggjuna í íslensku. Kynjuð fornöfn og lýsingarorð þykja úthýsa fólki sem skilgreinir sig án kyns. 18. nóvember 2015 07:00 Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Hýryrði 2015 er nýyrðakeppni Samtakanna '78. Markmið keppninnar er bæði að styrkja íslenska tungu og fræða fólk um fjölbreytnina innan hinsegin samfélagsins. Að vera hinsegin einskorðast ekki við samkynhneigð líkt og margir halda. 8. ágúst 2015 07:00 Samtökin '78 efna til nýyrðasamkeppni í hinsegin orðaforðanum Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. 5. ágúst 2015 15:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. 3. júlí 2023 00:14
Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls. 20. janúar 2022 08:09
Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Eitt markmið Hýryrða var að vekja fólk til umhugsunar um tvíhyggjuna í íslensku. Kynjuð fornöfn og lýsingarorð þykja úthýsa fólki sem skilgreinir sig án kyns. 18. nóvember 2015 07:00
Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Hýryrði 2015 er nýyrðakeppni Samtakanna '78. Markmið keppninnar er bæði að styrkja íslenska tungu og fræða fólk um fjölbreytnina innan hinsegin samfélagsins. Að vera hinsegin einskorðast ekki við samkynhneigð líkt og margir halda. 8. ágúst 2015 07:00
Samtökin '78 efna til nýyrðasamkeppni í hinsegin orðaforðanum Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. 5. ágúst 2015 15:00