Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:21 Ventura er söng- og leikkona og var samningsbundin Bad Boy á tímabili og því háð velvilja Combs. Getty/Jeff Vespa Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug. Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira