Meðal gesta voru Birgitta Líf Björnsdóttir, Fanney Ingvarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Þórunn Högnadóttir, svo fáir einir séu nefndir.

Nýjunar og glæsileiki
„Ég legg mikla áherslu á gæði, fallega og tímalausa hönnun fyrir mikilvægasta fólkið í lífi okkar. Eftir að hafa búið erlendis um árabil langaði mig að koma með ný og spennandi vörumerki inn á íslenskan markað,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir eigandi verslunarinnar.
Áhuginn á því að opna verslun kviknaði þegar hún var ólétt að dóttur hennar og Gylfa Þórs Sigurðarsonar, eiginmanns hennar og knattspyrnumanns, árið 2020.
„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á tísku og innanhúshönnun og færðist sá áhugi yfir á barnavörur þegar ég varð ófrísk Melrós Míu,“ segir Alexandra sem nefndi verslunina eftir dótturinni.
Aðspurð um hönnun verslunarinnar segist Alexandra hafa viljað gera verslunina ólíka því sem þekkist hérlendis.
„Ég fekk Viktoríu Hrund Kjartansdóttir innanhúsarkitekt með mér í lið sem gerði hugmyndir mínar að veruleika og meira til. Ég vildi hafa hlutina ólíka því sem sést hérlendis og poppa hana upp á skemmtilegan máta sem sést í ýmsum smáatriðum,“ segir Alexandra glöð með afraksturinn.
Faðir Alexöndru, Ívar Erlendsson húsgagnasmiður og byggingameistari, sá um framkvæmdir og handsmíðaði flestar innréttingar fyrir verslunina.



Mikil gleði ríkti meðal gesta líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.














