Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 14:10 Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og einn skipuleggjenda Iceland Noir, Hillary Clinton stjórnmálakona og Pedro Gunnlaugur Garcia, rithöfundur. Pedro hætti við að koma fram á Iceland Noir í gær vegna þátttöku Clinton á viðburði tengdum hátíðinni. Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. Glæpasagnahátíðin Iceland Noir hófst í gær og stendur fram á laugardag. Fjöldi heimsfrægra rithöfunda mætir á hátíðina; þar á meðal Dan Brown og Neil Gaiman. Hillary Clinton, stjórnmálakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, mun koma fram á hliðarviðburði tengdum hátíðinni á sunnudag til að ræða spennusögu sem hún skrifaði með rithöfundinum Louise Penny. Nýleg ummæli Clinton, þar sem hún talar gegn vopnahléi á Gasa, hafa farið öfugt ofan í hóp bókmenntaunnenda. Ritstjórn Lestrarklefans, eins helsta umræðuvettvangs fyrir íslenskar bókmenntir á netinu, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt var til sniðgöngu hátíðarinnar vegna tengsla Clinton við hana. „Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ritstjórnarinnar. Ekki boðlegt að Clinton fái sviðið Minnst tveir rithöfundar sem hugðust taka þátt í panelumræðum á Iceland Noir í gær afboðuðu komu sína og hyggjast sniðganga hátíðina vegna þátttöku Clinton, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia. „Þessa ákvörðun tek ég vegna þess að það er siðferðisleg sannfæring mín að það sé ekki boðlegt að þessi valdakona, sem nær til svo margra eyrna og hefur svo mikil ítök í heiminum og hefur stutt málstað sem er ógeðfelldur með ýmsum hætti, að hún fái sviðið,“ segir Pedro í samtali við fréttastofu. Hann gefur lítið fyrir þær gagnrýnisraddir sem halda því fram að sniðganga sé ekki í anda opinnar umræðu eða frjálsra skoðanaskipta. „Mörg í samfélaginu sem myndu aldrei taka undir það sem hún segir eru að kóa með því að henni sé gefið þetta rými og þetta pláss. Og ég bara afþakka. Ég afboða komu mína, ég hef ekki áhuga á að mæta og vera þarna,“ segir Pedro. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur er lengst til hægri á mynd. Hún sniðgengur hátíðina líkt og Pedro. Með henni á mynd eru Páll Valsson og Sverrir Norland. Sá síðarnefndi er einmitt einn skipuleggjenda Iceland Noir.Vísir/hulda margrét Bakslag úr undarlegustu áttum „Ég vil líka taka fram að umræðan sem fólk hefur reynt að koma af stað um Clinton hefur verið máð út af samskiptamiðlum sem tengjast hátíðinni. Þannig að allt hjal um að við séum með þöggunartilburði eða ekki að starfa í þágu opinna skoðanaskipta, það stenst ekki,“ bætir Pedro við, og vísar þar til þess sem Lestrarklefinn heldur fram í tilkynningu sinni; að gagnrýnin ummæli um Clinton sem rituð hafi verið undir færslur á samfélagsmiðlum tengdum hátíðinni hafi verið fjarlægð. Þá hafi ákvörðunin verið auðveld en sannarlega ekki óumdeild. „Ég hef bakað mér, ég segi ekki óvildarmenn, en þetta er óvinsæl ákvörðun og ég hef orðið fyrir eins konar bakslagi úr undarlegustu áttum og það þykir mér mjög miður. Ég er ekki að gera þetta persónulega gagnvart neinum í íslenska bókmenntaheiminum og ég ber engan kala til neinna sem taka þátt, ég er að taka ákvörðun fyrir sjálfan mig.“ Algjörlega miður sín Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur er einn skipuleggjenda Iceland Noir. Hún segir í samtali við fréttastofu að um ár sé síðan skipuleggjendur hafi sett sig í samband við rithöfundinn Clinton. „Og við ákváðum að þetta væri frábært tækifæri að fá þessa konu, sem er merkileg en ekkert óumdeild svosem. Og ákváðum að halda þennan sérstaka viðburð. Hún er einmitt ekki á hátíðinni sjálfri, þetta er annar viðburður. En þetta er bara agalegt, við erum algörlega miður okkar, að okkar framtak að halda bókmenntahátíð sé dregið inn í stríðsátök sem við viljum auðvitað öll sjá linna bara strax,“ segir Yrsa. Hún hefur fullan skilning á afstöðu þeirra sem mótmæla. Stríðið á Gasa sé auðvitað í alla staði hræðilegt. „Maður skilur að fólk vilji gera eitthvað. En ég veit ekki alveg hvort að okkar litla framtak sé vettvangur til að breyta einhverju til eða frá í þessum málum. En það eru kannski ekkert allir sammála um það,“ segir Yrsa. „Þetta er ópólitískt á að vera, þessi hátíð. Og ég hugsa að flestir þeirra sem koma fram séu ósammála henni [Clinton] varðandi vopnahlé, og miðahafar líka. Við spyrjum fólk ekki um pólitík þegar við erum að velja inn á hátíðina.“ Guðmundur Andri og Auður Jónsdóttir ósammála sniðgöngu Og fleiri hafa lagt orð í belg um Clinton og Iceland Noir í dag. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, lýsir því yfir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé ekki hrifinn af sniðgöngustefnu. „Þegar rithöfundar fitja upp á nefið og telja sig ekki geta verið í sama herbergi og einhverjar tilteknar manneskjur vegna stjórnmálaskoðana/Afskipta viðkomandi. Mér finnst einmitt að rithöfundar eigi að sækjast eftir samneyti við annað fólk, og þá alveg sérstaklega fólk með aðrar skoðanir og hugmyndir en maður sjálfur hefur - ekki síst fólk sem maður er innilega ósammála...“ Undir þetta tekur Auður Jónsdóttir rithöfundur í eigin færslu. „Á alþjóðlegum bókmenntahátíðum blandast maður ólíklegasta fólki, man eftir því að hafa einu sinni verið í lyftu á hátíðinni í Gautaborg með Desmond Tutu. Og glæpamenn eins og Jean Genet sem skrifaði Dagbók þjófs geta skrifað dúndur bókmenntir. Bókmenntahátíð er griðarstaður bókmennta, einmitt vettvangur þar sem ólíkar raddir blandast og takast jafnvel á. Stundum eru gestir umdeildir, en áhorfendur heyra það sem þeir segja og geta jafnvel spurt þá út í hluti, hlustað á rökræður eða mótmælt þeim,“ skrifar Auður. „Ég get samt ekki rökstutt fyrir sjálfri mér að sniðganga bókmenntahátíðina Iceland Noir þar sem Hillary Clinton verður þar að tala. Sjálf er ég í panel þar og þekki Yrsu og Ragnar, svo ég veit að það er búið að taka mikinn tíma og mikla fyrirhöfn að fá Hillary hingað til landsins. Að fá manneskju á borð við hana hingað er ekkert sem gerist á örfáum mánuðum, undirbúningur getur tekið fleiri ár. Engan óraði fyrir að ástandið ytra yrði það sem það er í dag, né að Hillary yrði sett í það samhengi.“ Þetta er í annað sinn sem gestur tengdur Iceland Noir reynist umdeildur. Rithöfundurinn Sjón hætti við að koma fram á hátíðinni í fyrra vegna fyrirhugaðrar þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar málefni hælisleitenda og meðferð ríkisstjórnarinnar á þeim voru í hámæli. Katrín hætti að lokum sjálf við þátttöku á hátíðinni. Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. 15. nóvember 2023 22:13 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3. nóvember 2022 13:42 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Glæpasagnahátíðin Iceland Noir hófst í gær og stendur fram á laugardag. Fjöldi heimsfrægra rithöfunda mætir á hátíðina; þar á meðal Dan Brown og Neil Gaiman. Hillary Clinton, stjórnmálakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, mun koma fram á hliðarviðburði tengdum hátíðinni á sunnudag til að ræða spennusögu sem hún skrifaði með rithöfundinum Louise Penny. Nýleg ummæli Clinton, þar sem hún talar gegn vopnahléi á Gasa, hafa farið öfugt ofan í hóp bókmenntaunnenda. Ritstjórn Lestrarklefans, eins helsta umræðuvettvangs fyrir íslenskar bókmenntir á netinu, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt var til sniðgöngu hátíðarinnar vegna tengsla Clinton við hana. „Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ritstjórnarinnar. Ekki boðlegt að Clinton fái sviðið Minnst tveir rithöfundar sem hugðust taka þátt í panelumræðum á Iceland Noir í gær afboðuðu komu sína og hyggjast sniðganga hátíðina vegna þátttöku Clinton, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia. „Þessa ákvörðun tek ég vegna þess að það er siðferðisleg sannfæring mín að það sé ekki boðlegt að þessi valdakona, sem nær til svo margra eyrna og hefur svo mikil ítök í heiminum og hefur stutt málstað sem er ógeðfelldur með ýmsum hætti, að hún fái sviðið,“ segir Pedro í samtali við fréttastofu. Hann gefur lítið fyrir þær gagnrýnisraddir sem halda því fram að sniðganga sé ekki í anda opinnar umræðu eða frjálsra skoðanaskipta. „Mörg í samfélaginu sem myndu aldrei taka undir það sem hún segir eru að kóa með því að henni sé gefið þetta rými og þetta pláss. Og ég bara afþakka. Ég afboða komu mína, ég hef ekki áhuga á að mæta og vera þarna,“ segir Pedro. María Elísabet Bragadóttir rithöfundur er lengst til hægri á mynd. Hún sniðgengur hátíðina líkt og Pedro. Með henni á mynd eru Páll Valsson og Sverrir Norland. Sá síðarnefndi er einmitt einn skipuleggjenda Iceland Noir.Vísir/hulda margrét Bakslag úr undarlegustu áttum „Ég vil líka taka fram að umræðan sem fólk hefur reynt að koma af stað um Clinton hefur verið máð út af samskiptamiðlum sem tengjast hátíðinni. Þannig að allt hjal um að við séum með þöggunartilburði eða ekki að starfa í þágu opinna skoðanaskipta, það stenst ekki,“ bætir Pedro við, og vísar þar til þess sem Lestrarklefinn heldur fram í tilkynningu sinni; að gagnrýnin ummæli um Clinton sem rituð hafi verið undir færslur á samfélagsmiðlum tengdum hátíðinni hafi verið fjarlægð. Þá hafi ákvörðunin verið auðveld en sannarlega ekki óumdeild. „Ég hef bakað mér, ég segi ekki óvildarmenn, en þetta er óvinsæl ákvörðun og ég hef orðið fyrir eins konar bakslagi úr undarlegustu áttum og það þykir mér mjög miður. Ég er ekki að gera þetta persónulega gagnvart neinum í íslenska bókmenntaheiminum og ég ber engan kala til neinna sem taka þátt, ég er að taka ákvörðun fyrir sjálfan mig.“ Algjörlega miður sín Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur er einn skipuleggjenda Iceland Noir. Hún segir í samtali við fréttastofu að um ár sé síðan skipuleggjendur hafi sett sig í samband við rithöfundinn Clinton. „Og við ákváðum að þetta væri frábært tækifæri að fá þessa konu, sem er merkileg en ekkert óumdeild svosem. Og ákváðum að halda þennan sérstaka viðburð. Hún er einmitt ekki á hátíðinni sjálfri, þetta er annar viðburður. En þetta er bara agalegt, við erum algörlega miður okkar, að okkar framtak að halda bókmenntahátíð sé dregið inn í stríðsátök sem við viljum auðvitað öll sjá linna bara strax,“ segir Yrsa. Hún hefur fullan skilning á afstöðu þeirra sem mótmæla. Stríðið á Gasa sé auðvitað í alla staði hræðilegt. „Maður skilur að fólk vilji gera eitthvað. En ég veit ekki alveg hvort að okkar litla framtak sé vettvangur til að breyta einhverju til eða frá í þessum málum. En það eru kannski ekkert allir sammála um það,“ segir Yrsa. „Þetta er ópólitískt á að vera, þessi hátíð. Og ég hugsa að flestir þeirra sem koma fram séu ósammála henni [Clinton] varðandi vopnahlé, og miðahafar líka. Við spyrjum fólk ekki um pólitík þegar við erum að velja inn á hátíðina.“ Guðmundur Andri og Auður Jónsdóttir ósammála sniðgöngu Og fleiri hafa lagt orð í belg um Clinton og Iceland Noir í dag. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, lýsir því yfir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé ekki hrifinn af sniðgöngustefnu. „Þegar rithöfundar fitja upp á nefið og telja sig ekki geta verið í sama herbergi og einhverjar tilteknar manneskjur vegna stjórnmálaskoðana/Afskipta viðkomandi. Mér finnst einmitt að rithöfundar eigi að sækjast eftir samneyti við annað fólk, og þá alveg sérstaklega fólk með aðrar skoðanir og hugmyndir en maður sjálfur hefur - ekki síst fólk sem maður er innilega ósammála...“ Undir þetta tekur Auður Jónsdóttir rithöfundur í eigin færslu. „Á alþjóðlegum bókmenntahátíðum blandast maður ólíklegasta fólki, man eftir því að hafa einu sinni verið í lyftu á hátíðinni í Gautaborg með Desmond Tutu. Og glæpamenn eins og Jean Genet sem skrifaði Dagbók þjófs geta skrifað dúndur bókmenntir. Bókmenntahátíð er griðarstaður bókmennta, einmitt vettvangur þar sem ólíkar raddir blandast og takast jafnvel á. Stundum eru gestir umdeildir, en áhorfendur heyra það sem þeir segja og geta jafnvel spurt þá út í hluti, hlustað á rökræður eða mótmælt þeim,“ skrifar Auður. „Ég get samt ekki rökstutt fyrir sjálfri mér að sniðganga bókmenntahátíðina Iceland Noir þar sem Hillary Clinton verður þar að tala. Sjálf er ég í panel þar og þekki Yrsu og Ragnar, svo ég veit að það er búið að taka mikinn tíma og mikla fyrirhöfn að fá Hillary hingað til landsins. Að fá manneskju á borð við hana hingað er ekkert sem gerist á örfáum mánuðum, undirbúningur getur tekið fleiri ár. Engan óraði fyrir að ástandið ytra yrði það sem það er í dag, né að Hillary yrði sett í það samhengi.“ Þetta er í annað sinn sem gestur tengdur Iceland Noir reynist umdeildur. Rithöfundurinn Sjón hætti við að koma fram á hátíðinni í fyrra vegna fyrirhugaðrar þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar málefni hælisleitenda og meðferð ríkisstjórnarinnar á þeim voru í hámæli. Katrín hætti að lokum sjálf við þátttöku á hátíðinni.
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. 15. nóvember 2023 22:13 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3. nóvember 2022 13:42 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. 15. nóvember 2023 22:13
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19
Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3. nóvember 2022 13:42