Hið forna Garðaríki er mikið hitamál þessa dagana Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 10:14 Svo „skemmtilega“ vill til að bækur þeirra Vals og Vilborgar, Stríðsbjarmar og Land næturinnar, fjalla báðar um þetta landsvæði sem nú er barist um. aðsend Salka gengst fyrir einkar spennandi bókakvöldi, umræðum sem tengjast átökunum í Úkraínu. Íslendingasögur eru komnar í deigluna í deilunni um Úkraínu. „Á degi íslenskrar tungu munum við Vilborg Davíðs ræða saman um Garðaríki í Sölku bókabúð við Hverfisgötu. Garðaríki var víðfeðmasta ríki miðalda og það sem bæði Rússland og Úkraína reka uppruna sinn til, en deilurnar í dag snúast að nokkru leyti um þá söguskoðun. Jafnframt var Garðaríki Norrænt ríki þar sem hægt var að tala íslensku fram til um 1100,“ segir Valur Gunnarsson sagnfræðingur, rithöfundur og reyndar helsti sérfræðingur okkar í málefnum Úkraínu. Svo „skemmtilega“ vill til að bækur þeirra Vals og Vilborgar fjalla báðar um þetta landsvæði. Stríðsbjarmar, bók Vals, er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Vart ætti að þurfa að taka það fram að Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt. Land næturinnar, bók Vilborgar, er áhrifarík og spennandi skáldsaga þar sem hún leiðir lesendur í sannkallaða ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu fyrir rúmum þúsund árum. Íslendingasögur notaðar til að styðja landakröfur „Garðaríki er reyndar mikið hitamál þessa daganna þar sem bæði Rússland og Úkraína rekja upphaf sitt til þess. Ég var meira að segja kallaður á fund í úkraínska utanríkisráðuneytinu til að skoða möguleikann á að þýða Íslendingasögur fyrir börn. Og maður hefði haldið að þar hefðu menn að nógu öðru að huga,“ segir Valur. Hann kvartar ekki undan þessum nýfundna áhuga á þessu svæði. „Rússar líta á Garðaríki, einnig kallað Rús, sem hið fyrsta Rússland. Það gæfi Rússum þá tilkall til Úkraínu. Pútín er tíðrætt um þetta.“ Eigum við þá ekki að halda með Pútín og Rússum? „Úkraínumenn líta hins vegar svo á að Garðaríki hafi verið Úkraína, og Rússland ekki orðið til fyrr en síðar sem einhverskonar klofningsríki. Sem gefur þeim engan rétt. Punkturinn er kannski frekar að menn eru farnir að gramsa í Íslendingasögum til að styðja landakröfur sínar.“ Æsispennandi bókakvöld verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu í kvöld og hefst klukkan 20. Og hvar finna menn þessu helst stað í fornum bókum? „Menn eru auðvitað mest í Sögu liðinna ára eftir Nestor munk í Kænugarði en eru áhugasamir um hvað Íslendingar segja. Það er svo mikið um þetta í Heimskringlu. Vísað er í Snorra á rússneska ríkissafninu.“ En ertu viss um að við ættum ekki að halda með Pútín? En svo ég ítreki spurninguna: Þýða þessar upplýsingar ekki það að við verðum að breyta um afstöðu til þessarar deilu og taka okkur stöðu með Pútín? Valur er ekki alveg á því og heldur sinni fræðilegu nálgun til haga: „Við getum líka tekið undir að Garðaríki sé Úkraína. Það er hin úkraínska söguskoðun, að þar sem miðpunktur ríkisins hafi verið í Kænugarði, sem sagt núverandi Úkraínu, hafi þetta verið hin fyrsta Úkraína.“ Valur segir þetta auðvitað umdeilanlegt, en Rússar vilja annars lítið kannast við að vera frá Svíum og norrænum mönnum komnir. Úkraínumönnum finnst það hins vegar hið besta mál. „Þegar Selenskíj hélt ræðu yfir Noregsþingi nefndi hann Noregskonunga sem komu til Garðaríkis samkvæmt Heimskringlu. Þegar hann ávarpaði Alþingi minntist hann hins vegar aðeins á eldgos. Sem virðist reyndar vera að raungerast,“ segir Valur Gunnarsson. En viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld og verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu – allir velkomnir. Íslensk tunga Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Á degi íslenskrar tungu munum við Vilborg Davíðs ræða saman um Garðaríki í Sölku bókabúð við Hverfisgötu. Garðaríki var víðfeðmasta ríki miðalda og það sem bæði Rússland og Úkraína reka uppruna sinn til, en deilurnar í dag snúast að nokkru leyti um þá söguskoðun. Jafnframt var Garðaríki Norrænt ríki þar sem hægt var að tala íslensku fram til um 1100,“ segir Valur Gunnarsson sagnfræðingur, rithöfundur og reyndar helsti sérfræðingur okkar í málefnum Úkraínu. Svo „skemmtilega“ vill til að bækur þeirra Vals og Vilborgar fjalla báðar um þetta landsvæði. Stríðsbjarmar, bók Vals, er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Vart ætti að þurfa að taka það fram að Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt. Land næturinnar, bók Vilborgar, er áhrifarík og spennandi skáldsaga þar sem hún leiðir lesendur í sannkallaða ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu fyrir rúmum þúsund árum. Íslendingasögur notaðar til að styðja landakröfur „Garðaríki er reyndar mikið hitamál þessa daganna þar sem bæði Rússland og Úkraína rekja upphaf sitt til þess. Ég var meira að segja kallaður á fund í úkraínska utanríkisráðuneytinu til að skoða möguleikann á að þýða Íslendingasögur fyrir börn. Og maður hefði haldið að þar hefðu menn að nógu öðru að huga,“ segir Valur. Hann kvartar ekki undan þessum nýfundna áhuga á þessu svæði. „Rússar líta á Garðaríki, einnig kallað Rús, sem hið fyrsta Rússland. Það gæfi Rússum þá tilkall til Úkraínu. Pútín er tíðrætt um þetta.“ Eigum við þá ekki að halda með Pútín og Rússum? „Úkraínumenn líta hins vegar svo á að Garðaríki hafi verið Úkraína, og Rússland ekki orðið til fyrr en síðar sem einhverskonar klofningsríki. Sem gefur þeim engan rétt. Punkturinn er kannski frekar að menn eru farnir að gramsa í Íslendingasögum til að styðja landakröfur sínar.“ Æsispennandi bókakvöld verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu í kvöld og hefst klukkan 20. Og hvar finna menn þessu helst stað í fornum bókum? „Menn eru auðvitað mest í Sögu liðinna ára eftir Nestor munk í Kænugarði en eru áhugasamir um hvað Íslendingar segja. Það er svo mikið um þetta í Heimskringlu. Vísað er í Snorra á rússneska ríkissafninu.“ En ertu viss um að við ættum ekki að halda með Pútín? En svo ég ítreki spurninguna: Þýða þessar upplýsingar ekki það að við verðum að breyta um afstöðu til þessarar deilu og taka okkur stöðu með Pútín? Valur er ekki alveg á því og heldur sinni fræðilegu nálgun til haga: „Við getum líka tekið undir að Garðaríki sé Úkraína. Það er hin úkraínska söguskoðun, að þar sem miðpunktur ríkisins hafi verið í Kænugarði, sem sagt núverandi Úkraínu, hafi þetta verið hin fyrsta Úkraína.“ Valur segir þetta auðvitað umdeilanlegt, en Rússar vilja annars lítið kannast við að vera frá Svíum og norrænum mönnum komnir. Úkraínumönnum finnst það hins vegar hið besta mál. „Þegar Selenskíj hélt ræðu yfir Noregsþingi nefndi hann Noregskonunga sem komu til Garðaríkis samkvæmt Heimskringlu. Þegar hann ávarpaði Alþingi minntist hann hins vegar aðeins á eldgos. Sem virðist reyndar vera að raungerast,“ segir Valur Gunnarsson. En viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld og verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu – allir velkomnir.
Íslensk tunga Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira