Í september staðfesti kærunefnd útlendingamála álit Útlendingastofnunar um að heimilt væri að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Með því snéri nefndin við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd.
1500 manns þurfa að yfirgefa landið
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði að úrskurðurinn þýddi að um fimmtán hundruð manns myndu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þyrftu þar af leiðandi að yfirgefa landið. Mjög miklir fólksflutningar til Venesúela væru framundan.
Það var svo um hádegisbil í gær sem flugvél með hundrað og áttatíu manns frá Venesúela lagði af stað frá Íslandi og flutti fólkið til heimalands síns. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu fór fólkið sjálfviljugt úr landinu með aðstoð ríkisins. Samkvæmt myndböndum sem fréttastofu hefur borist af alþjóðaflugvellinum Simon Bolivar var talsvert uppnám og glundroði meðal hópsins þegar hann var lentur.
Vill frekar deyja en að fara aftur heim
Fjöldi fólks hefur mótmælt brottvísununum hér á landi og í október sagðist venesúelamaðurinn Zarkis Abraham frekar vilja deyja en að fara aftur til heimalands síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok september var rætt var við stóran hluta þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Þau sögðu það ekki rétt að ástandið í Venesúela hafi skánað skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim.