Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 21:17 Sveinn Andri vill meina að nú sé hryðjuverkamálið tafið enn frekar vegna „algjörar þvælu“. Vísir/Hulda Margrét Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. „Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
„Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda