Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 14:21 Skemmdirnar nærri íþróttahúsinu eru miklar eins og sést á þessari mynd sem Vilhelm Gunnarsson tók á þriðja tímanum í dag. Vísir/Vilhelm Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Fréttamennirnir Joachim Regstad frá norska ríkisútvarpinu og Nicolas Fuloen frá RTL í Belgíu biðu þess báðir að komast til Grindavíkur þegar fréttastofa náði af þeim tali. Eldgos ekki bara skemmtileg „Þetta er atburður sem vel hefur verið fylgst með í Noregi. Við fylgjumst með íslenskum fréttum en þett er að sjálfsögðu einstakt og í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem eldgos ógnar byggð og það vekur mikla athygli hjá norskum áhorfendum,“ segir Joachim. Joachim segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á atburðunum á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann segist aðallega hafa þurft að bíða í dag. Það hafi þó verið afar áhugavert að ræða við Grindvíkinga sem hafi flúið. „Ég er hrifinn af því hvernig Íslendingar hafa tekist á við þessar aðstæður, rýmingin virðist hafa gengið mjög smurt fyrir sig, sem er mjög gott.“ Þú bíður hér í röðinni með öðrum erlendum blaðamönnum, hvernig líður þér með það að komast mögulega loksins inn í bæ? „Ég held að það verði áhugaverð lífsreynsla að sjá þetta. Ég hef aldrei séð slíkar skemmdir eftir jarðskjálfta með eigin augum og ég held að það sé líka mikilvægt að erlendir fjölmiðlar geti séð þetta, til þess að greina frá þessu og því hvað þetta er alvarlegt ástand fyrir Grindvíkinga.“ Joachim segist hafa mætt til landsins síðastliðinn sunnudag. Hann hafi hafist strax handa og meðal annars heimsótt fjöldahjálpastöðvar Rauða krossins. Síðustu dagar hafi verið annasamir. Má bæta upplýsingagjöfina Það er mikill áhugi á þessum atburðum í Noregi? „Það er það. Við fylgjumst vel með Íslandi og hlutir sem gerast á Íslandi vekja áhuga í Noregi. Við höfum fylgst með hinum eldgosunum, sem hafa snúist meira um sjónarspilið og ég held að það sé mikilvægt að greina norskum áhorfendum frá því að eldgos eru ekki bara skemmtileg, þau geta líka verið alvarleg og ég reyni að koma því til skila.“ Hvernig hefur þér fundist upplýsingagjöf til erlendra blaðamanna? „Það er rými til bætinga, ég get sagt það. Auðvitað skil ég að lögregla og yfirvöld leggi áherslu á rýmingar en fyrir erlent fréttafólk hefur verið erfitt að skilja hvert er hægt að fara og hvar er hægt að nálgast upplýsingar og kannski væri ágætt að hafa tengilið við alþjóðlega fjölmiðla sem við gætum reitt okkur á.“ Sá mannskapinn flýja eftir rýmingu Nicolas Fuloen, fréttamaður RTL í Belgíu kom til landsins í gær. Hann segir það hafa verið flókið ferli, samrýma hafi þurft flugferðir. Svo hafi lögreglan, skiljanlega, haft vegi lokaða til Grindavíkur. „Við höfum verið hér og sáum mannmergðina flýja bæinn í gær vegna rýmingarinnar. Við höfum reynt að setja fingur á þessa atburði og taka myndir.“ Hvernig er að vera hér við slíka atburði? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svo ótrúlega atburði. Við erum frekar stressaðir, af því að við vitum ekki hvaið við munum sjá. Komumst við í bæinn? Þetta er mjög spennandi en við höfum mikla samúð með íbúunum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.“ Nicholas segir engin eldfjöll að finna í Belgíu. Almenningur þar hafi því mikinn áhuga á atburðunum á Reykjanesskaga. „Belgar hafa mikinn áhuga. Þeir óttast þetta auðvitað og sendu okkur því hingað til að útskýra þetta. Við bíðum því og sjáum hvort af þessu verði, sem gæti mögulega ekki orðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Fréttamennirnir Joachim Regstad frá norska ríkisútvarpinu og Nicolas Fuloen frá RTL í Belgíu biðu þess báðir að komast til Grindavíkur þegar fréttastofa náði af þeim tali. Eldgos ekki bara skemmtileg „Þetta er atburður sem vel hefur verið fylgst með í Noregi. Við fylgjumst með íslenskum fréttum en þett er að sjálfsögðu einstakt og í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem eldgos ógnar byggð og það vekur mikla athygli hjá norskum áhorfendum,“ segir Joachim. Joachim segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á atburðunum á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann segist aðallega hafa þurft að bíða í dag. Það hafi þó verið afar áhugavert að ræða við Grindvíkinga sem hafi flúið. „Ég er hrifinn af því hvernig Íslendingar hafa tekist á við þessar aðstæður, rýmingin virðist hafa gengið mjög smurt fyrir sig, sem er mjög gott.“ Þú bíður hér í röðinni með öðrum erlendum blaðamönnum, hvernig líður þér með það að komast mögulega loksins inn í bæ? „Ég held að það verði áhugaverð lífsreynsla að sjá þetta. Ég hef aldrei séð slíkar skemmdir eftir jarðskjálfta með eigin augum og ég held að það sé líka mikilvægt að erlendir fjölmiðlar geti séð þetta, til þess að greina frá þessu og því hvað þetta er alvarlegt ástand fyrir Grindvíkinga.“ Joachim segist hafa mætt til landsins síðastliðinn sunnudag. Hann hafi hafist strax handa og meðal annars heimsótt fjöldahjálpastöðvar Rauða krossins. Síðustu dagar hafi verið annasamir. Má bæta upplýsingagjöfina Það er mikill áhugi á þessum atburðum í Noregi? „Það er það. Við fylgjumst vel með Íslandi og hlutir sem gerast á Íslandi vekja áhuga í Noregi. Við höfum fylgst með hinum eldgosunum, sem hafa snúist meira um sjónarspilið og ég held að það sé mikilvægt að greina norskum áhorfendum frá því að eldgos eru ekki bara skemmtileg, þau geta líka verið alvarleg og ég reyni að koma því til skila.“ Hvernig hefur þér fundist upplýsingagjöf til erlendra blaðamanna? „Það er rými til bætinga, ég get sagt það. Auðvitað skil ég að lögregla og yfirvöld leggi áherslu á rýmingar en fyrir erlent fréttafólk hefur verið erfitt að skilja hvert er hægt að fara og hvar er hægt að nálgast upplýsingar og kannski væri ágætt að hafa tengilið við alþjóðlega fjölmiðla sem við gætum reitt okkur á.“ Sá mannskapinn flýja eftir rýmingu Nicolas Fuloen, fréttamaður RTL í Belgíu kom til landsins í gær. Hann segir það hafa verið flókið ferli, samrýma hafi þurft flugferðir. Svo hafi lögreglan, skiljanlega, haft vegi lokaða til Grindavíkur. „Við höfum verið hér og sáum mannmergðina flýja bæinn í gær vegna rýmingarinnar. Við höfum reynt að setja fingur á þessa atburði og taka myndir.“ Hvernig er að vera hér við slíka atburði? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svo ótrúlega atburði. Við erum frekar stressaðir, af því að við vitum ekki hvaið við munum sjá. Komumst við í bæinn? Þetta er mjög spennandi en við höfum mikla samúð með íbúunum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.“ Nicholas segir engin eldfjöll að finna í Belgíu. Almenningur þar hafi því mikinn áhuga á atburðunum á Reykjanesskaga. „Belgar hafa mikinn áhuga. Þeir óttast þetta auðvitað og sendu okkur því hingað til að útskýra þetta. Við bíðum því og sjáum hvort af þessu verði, sem gæti mögulega ekki orðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira