Við þurfum að standa vaktina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 13:00 Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun