Sigið heldur áfram og líkur á eldgosi enn taldar miklar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2023 12:28 Sigdalur hefur myndast í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarið og heldur jörð áfram að síga. Vísir/Vilhelm Sigdalurinn í Grindavík heldur áfram að dýpka og enn er töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Frá miðnætti hafa um átta hundruð skjálftar mælst og eru líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00
Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent