Segja ekki hafa komið til „samstuðs“ milli hermanna og sjúklinga eða starfsfólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 11:54 Þessi mynd var tekin skammt frá al Shifa á dögunum, eftir loftárás Ísraelsmanna. Engar nýjar myndir af sjúkrahússvæðinu er að finna á fréttaveitum. epa/Mohammed Saber Talið er að um 1.200 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn séu nú á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa en Ísraelsher fór inn á sjúkrahússvæðið í morgun í „hnitmiðaðri aðgerð“ sem virðist beinast gegn meintum höfuðstöðvum Hamas undir sjúkrahúsinu. Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira
Vitni hafa greint frá því að hafa séð skriðdreka á svæðinu og hermenn inni á sjúkrahúsinu. Samkvæmt Times of Israel féllu fimm liðsmenn Hamas í skotbardögunum fyrir utan sjúkrahúsið en miðillinn hefur eftir talsmanni Ísraelshers að ekki hafi komið til „samstuðs“ milli hermannanna og sjúklinga eða heilbrigðisstarfsfólks. Þá segir herinn hafa sent heilbrigðisteymi og túlka inn á sjúkrahúsið. Ísraelsmenn segja enga gísla að finna á sjúkrahúsinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ekki lengur ná sambandi við tengiliði sína á sjúkrahúsinu. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Hamas ekki mega nota staði á borð við sjúkrahús til að skýla sér en það væri forgangsmál að vernda íbúa Gasa fyrir þeim hörmungum sem nú steðjuðu að þeim. Benny Gantz, sem nú situr í samvinnuríkisstjórn Ísrael, segir Ísraela munu elta uppi og drepa foringja Hamas hvar sem þeir finnast og hefur hótað óvinum ríkisins í Líbanon sömu meðferð. „Það sem við erum að gera með góðum árangri í suðrinu mun virka jafnvel betur í norðrinu,“ sagði hann. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði þingið í morgun og kallaði Ísrael „hryðjuverkaríki“ sem væri að brjóta gegn alþjóðalögum og fremja stríðsglæpi. Hamas-samtökin væru hins vegar ekki hryðjuverkasamtök, heldur flokkur kosinn af Palestínumönnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira