Viðskipti erlent

Í­huga að banna út­flutning á Ozempic

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ozempic er eitt vinsælasta lyf í heimi um þessar mundir.
Ozempic er eitt vinsælasta lyf í heimi um þessar mundir. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard

Þýska lyfjaeftirlitið íhugar að banna útflutning á þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyfinu Ozempic til þess að koma í veg fyrir að birgðir af lyfinu klárist í landinu.

Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters en þar kemur fram að lyfið sé töluvert ódýrara í Þýskalandi en annars staðar og því afar vinsælt að kaupa það í stórum stíl í landinu og flytja annað. Eins og fram hefur komið er um eitt vinsælasta lyf í heimi að ræða.

Miðillinn hefur eftir Karl Broich, forstjóra lyfjaeftirlitsins, að það kanni nú alla möguleika í stöðunni. Hann segir að það gæti reynst erfitt að setja á útflutningsbann vegna reglna um sameiginlegan markað innan Evrópusambandsins.

„Við eigum sem stendur í viðræðum við yfirvöld um hvað við gerum ef ástandið breytist ekki,“ segir Broich. Hann segir að tryggja þurfi að þýskir sjúklingar hafi aðgang að lyfinu. Flestir sem kaupi lyfið í Þýskalandi fari með það til annarra Evrópuríkja og Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×