500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. nóvember 2023 07:00 Íbúar hafa tvo síðustu daga fengið að skreppa örsnöggt heim til Grindavíkur og sækja verðmæti. Fólk þurfti að yfirgefa bæinn í skyndi í gær vegna rýmingar sem svo kom í ljós að reyndist óþörf. Vísir/Vilhelm Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00