Forstjóra Landspítalans gert viðvart um alvarlegt atvik í sundlaug Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Atvikið sem málið varðar á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Forstjóra Landspítalans hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Læknadeild Háskóla Íslands hefur gert formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum sjúkrahússins viðvart um atvik sem á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar. Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira