Snorri stýrði íslenska handboltalandsliðinu í fyrsta sinn þegar það vann Færeyinga í tvígang, fyrst með fimmtán marka mun, 39-24, og svo með minnsta mun, 30-29.
„Þetta gekk vel. Ég held við séum allir vel peppaðir. Það var ógeðslega gaman að koma heim á æfingar. Eftir á hefði maður viljað fá fleiri æfingar. Það er tilfinningin sem við höfum flestir,“ sagði Janus í samtali við Vísi.
Eins og venjulega er janúar aðalmánuður íslenska liðsins og að þessu sinni tekur það þátt á EM í Þýskalandi.
„Við erum spenntir fyrir mótinu. Við vitum að það eru fullt af hlutum sem við getum bætt og gert betur. En ég held að Snorri komi akkúrat með þá orku sem okkur vantar og með reynslu inn í þetta sem hentar hópnum á þessum tíma,“ sagði Janus sem skoraði samtals fimm mörk í leikjunum tveimur gegn Færeyjum.