Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 10:55 Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsengi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd. Verkís Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira