Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 17:08 Marcel fór til Reykjavíkur að morgni föstudags til að ganga frá sölu á húsi sínu, en hann hefur átt erfitt með að standa undir afborgunum. Svo kom hann aftur og allt varð brjálað. vísir/vilhelm Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. Marcel, sem er upphaflega frá Tékklandi, er búsettur við Víkurbraut tíu og var spurður hvað á daga hans hefði drifið síðustu daga. Marcel sagði að eins og aðrir í Grindavík hafi hann rýmt hús sitt síðdegis á föstudaginn. „Ég seldi húsið mitt að morgni föstudags. Og fór þá til Reykjavíkur til að ganga frá pappírum. Klukkan 10 að morgni. Svo kom ég hingað aftur og þá varð allt vitlaust, allt hristist og skalf og tvær mínútur milli skjálfta. Ég er enn í sjokki. Marcel segir að hann eigi erfitt með að tala um þetta. Svo mikið er áfallið. „Ég pakkaði því helsta og mikilvægasta og fór til Reykjavíkur. Þar sem ég gisti hjá vini en skildi dótið eftir úti í bíl.“ Er að safna sér fyrir íbúð í Grindavík Og þá gerist það um nóttina, eða aðfararnótt sunnudags, að brotist er inn í bílinn hans. „Það mikilvægasta var í bílnum. Ég var í áfalli og hafði ekki fengið svigrúm til að taka það til og úr bílnum. Þarna voru helstu skilríki svo sem vegabréfið mitt, greiðslukort og reiðufé. Það sem mun reynast erfitt er að fá vegabréfið endurnýjað, það er dýrt.“ Spurður hvort Marcel vilji fara af landi brott eða vera segist hann vilja vera. Hann hafi verið búsettur á Íslandi undanfarin tíu árin. „Mér líður vel hér og vonast til að geta flutt aftur til Grindavíkur.“ Marcel segir lánagreiðslur af húsinu hafa verið þannig að erfitt reyndist að standa undir þeim. Þannig að hann stefnir nú að því að eignast litla íbúð í Grindavík. Því seldi hann húsið. Eða, hann vonar að sú verði lendingin. „Að sjálfsögðu var ég hræddur þegar byrjaði að skjálfa. En þegar spennan losnar og það gýs, kannski á hafsbotni, þá trúi ég að þetta verði í lagi.“ Gríðarlega sorglegt að sjá fólk missa heimili sín Og hvernig líður þér nú að teknu tilliti til alls þess sem á hefur gengið að undanförnu? „Þetta hefur verið álag, fólk er að missa heimili sín og sorglegt að horfa uppá það. Ég var í kirkju um daginn með fólki frá Grindavík, fólk sem var þarna með börnin sín og það var grátandi. Ég get ekki orðað það hversu sorglegt það er.“ En þú ferð varla í þetta hús í bráð? „Ég hafði ætlað að vera hér í nokkra mánuði. Eða þar til salan er gengin í gegn. Og hafði ætlað mér að spara peninga til að kaupa íbúð. Af því ég vinn hér, hjá Vélsmiðju Grindavíkur. En þetta er erfið staða.“ Nú er staðan sú að Marcel er aftur á leið til vinar síns í Reykjavík og vonar að vegabréfið skili sér. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Marcel, sem er upphaflega frá Tékklandi, er búsettur við Víkurbraut tíu og var spurður hvað á daga hans hefði drifið síðustu daga. Marcel sagði að eins og aðrir í Grindavík hafi hann rýmt hús sitt síðdegis á föstudaginn. „Ég seldi húsið mitt að morgni föstudags. Og fór þá til Reykjavíkur til að ganga frá pappírum. Klukkan 10 að morgni. Svo kom ég hingað aftur og þá varð allt vitlaust, allt hristist og skalf og tvær mínútur milli skjálfta. Ég er enn í sjokki. Marcel segir að hann eigi erfitt með að tala um þetta. Svo mikið er áfallið. „Ég pakkaði því helsta og mikilvægasta og fór til Reykjavíkur. Þar sem ég gisti hjá vini en skildi dótið eftir úti í bíl.“ Er að safna sér fyrir íbúð í Grindavík Og þá gerist það um nóttina, eða aðfararnótt sunnudags, að brotist er inn í bílinn hans. „Það mikilvægasta var í bílnum. Ég var í áfalli og hafði ekki fengið svigrúm til að taka það til og úr bílnum. Þarna voru helstu skilríki svo sem vegabréfið mitt, greiðslukort og reiðufé. Það sem mun reynast erfitt er að fá vegabréfið endurnýjað, það er dýrt.“ Spurður hvort Marcel vilji fara af landi brott eða vera segist hann vilja vera. Hann hafi verið búsettur á Íslandi undanfarin tíu árin. „Mér líður vel hér og vonast til að geta flutt aftur til Grindavíkur.“ Marcel segir lánagreiðslur af húsinu hafa verið þannig að erfitt reyndist að standa undir þeim. Þannig að hann stefnir nú að því að eignast litla íbúð í Grindavík. Því seldi hann húsið. Eða, hann vonar að sú verði lendingin. „Að sjálfsögðu var ég hræddur þegar byrjaði að skjálfa. En þegar spennan losnar og það gýs, kannski á hafsbotni, þá trúi ég að þetta verði í lagi.“ Gríðarlega sorglegt að sjá fólk missa heimili sín Og hvernig líður þér nú að teknu tilliti til alls þess sem á hefur gengið að undanförnu? „Þetta hefur verið álag, fólk er að missa heimili sín og sorglegt að horfa uppá það. Ég var í kirkju um daginn með fólki frá Grindavík, fólk sem var þarna með börnin sín og það var grátandi. Ég get ekki orðað það hversu sorglegt það er.“ En þú ferð varla í þetta hús í bráð? „Ég hafði ætlað að vera hér í nokkra mánuði. Eða þar til salan er gengin í gegn. Og hafði ætlað mér að spara peninga til að kaupa íbúð. Af því ég vinn hér, hjá Vélsmiðju Grindavíkur. En þetta er erfið staða.“ Nú er staðan sú að Marcel er aftur á leið til vinar síns í Reykjavík og vonar að vegabréfið skili sér.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18