Dæmd fyrir að aka vísvitandi á konu á bílaplani Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 11:14 Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekið vísvitandi á konu á bílaplani við verslun Nettó í júní 2021. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent