Afhverju strætó? Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Strætó Samgöngur Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun