Afhverju strætó? Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Strætó Samgöngur Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Sjá meira
Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun