Erfitt að horfa á draugabæ sem á að vera fullur að lífi Jón Þór Stefánsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 11. nóvember 2023 21:14 Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir Grindavík draugalega um þessar mundir. Vísir/Einar Grindavík er orðin algjörlega mannlaus. Ekki einu sinni lögregla eða björgunarsveitir eru í bænum þessa stundina. Aðgerðarstjórn almannavarna er ekki í Grindavík líkt og í fyrri gosum heldur í Reykjanesbæ, hreinlega vegna þess að það þykir ekki öruggt að vera þar. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir leiðinlegt að þurfa að kveðja bæinn sinn og skilja hann eftir tóman. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því í orðum. Þetta er ógnvænlegt. Að vita það að maður getur ekki farið heim er ekki skemmtilegt.“ Aðspurður út í hvernig sé að horfa á tóman bæinn segir Bogi: „Þetta er draugalegt að sjá. Þetta er bær fullur af lífi, og ekki gaman að þessu.“ Bjarney S. Annelsdóttir segir aðstæðurnar krefjandi.Vísir/Einar Mjög krefjandi Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir verkefni lögreglunnar í dag hafa snúist um að vinna með áætlanir fyrir hvern klukkutíma í senn. „Þetta er mjög krefjandi, en þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við. Þetta er örugglega meira krefjandi fyrir fólkið sem bíður svara, og við erum ekki með öll svörin í augnablikinu.“ Aðspurð um hvernig umfangsmikla rýmingaraðgerð gærnæturinnar hafi gengið og hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í þeim efnum svarar Bjarney: „Nei, ekki neitt. Þetta gekk ótrúlega vel og við erum ótrúlega stolt af Grindvíkingum og hvernig þau stóðu sig í þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Aðgerðarstjórn almannavarna er ekki í Grindavík líkt og í fyrri gosum heldur í Reykjanesbæ, hreinlega vegna þess að það þykir ekki öruggt að vera þar. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir leiðinlegt að þurfa að kveðja bæinn sinn og skilja hann eftir tóman. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því í orðum. Þetta er ógnvænlegt. Að vita það að maður getur ekki farið heim er ekki skemmtilegt.“ Aðspurður út í hvernig sé að horfa á tóman bæinn segir Bogi: „Þetta er draugalegt að sjá. Þetta er bær fullur af lífi, og ekki gaman að þessu.“ Bjarney S. Annelsdóttir segir aðstæðurnar krefjandi.Vísir/Einar Mjög krefjandi Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir verkefni lögreglunnar í dag hafa snúist um að vinna með áætlanir fyrir hvern klukkutíma í senn. „Þetta er mjög krefjandi, en þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við. Þetta er örugglega meira krefjandi fyrir fólkið sem bíður svara, og við erum ekki með öll svörin í augnablikinu.“ Aðspurð um hvernig umfangsmikla rýmingaraðgerð gærnæturinnar hafi gengið og hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í þeim efnum svarar Bjarney: „Nei, ekki neitt. Þetta gekk ótrúlega vel og við erum ótrúlega stolt af Grindvíkingum og hvernig þau stóðu sig í þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira