Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. nóvember 2023 07:01 „É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
„É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun