Nýtt útlit á kvöldfréttum frumsýnt í kvöld Boði Logason skrifar 10. nóvember 2023 14:25 Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er spennt að sýna landsmönnum nýtt fréttastúdíó í kvöldfréttunum í kvöld á slaginu 18:30. Vilhelm Nýtt fréttastúdíó verður frumsýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Framleiðslustjóri fréttastofunnar segist vera spennt að sýna landsmönnum afrakstur síðustu mánaða. Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira