Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 08:40 Bæði AP og CNN hafa hætt samstarfi við manninn sem tók þessa mynd en svo virðist sem mynd hafi komið í leitirnar af honum með einum leiðtoga Hamas. AP/Hassan Eslaiah Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira