Goðsögn í Kópavogi fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 14:29 Jói á hjólinu í Hamraborginni í Kópavogi. Orri Ragnar Árnason Amin Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“ Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“
Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira