Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 9. nóvember 2023 12:04 Brittney og félagar höfðu ekki skoðað tölvupóstinn og voru því að vonum svekkt að koma að lokuðum dyrum lónsins. Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07