Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 10:09 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka. Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka.
Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10