Nær öruggt að árið í ár verði það heitasta í sögunni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. nóvember 2023 08:44 Síðustu fimm mánuðir hafa allir slegið met yfir heitustu mánuði sögunnar. AP Photo/Michael Probst, File Fátt virðist nú koma í veg fyrir að árið 2023 verði það heitasta í sögunni eða frá upphafi mælinga í það minnsta. Kópernikus, loftslagsstofnun Evrópu gaf út tölur fyrir októbermánuð sem var að líða og mánuðurinn hefur aldrei verið heitari á heimsvísu. Hitinn í október var þannig 1,7 gráðum heitari en að meðaltali við upphaf iðnbyltingar. Þá var hitinn 0,4 gráðum hærri en þegar metið var síðast slegið, sem var árið 2019. Útblæstri koltvísýrings og veðurfyrirbrigðinu El Nino er helst kennt um þessa þróun en þetta var fimmta mánuðinn í röð sem hitametið á heimsvísu er slegið. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri hjá Kópernikusi segir í samtali við Guardian að nú sé hægt að segja það nær fullvíst að árið í ár verði það heitasta í sögunni. Eins og staðan er í dag er árið 1,43 gráðum yfir meðalhitastiginu fyrir iðnbyltinguna. Þá óttast vísindamennirnir að næsta ár verði enn heitara en það sem nú er að líða, ekki síst sökum þess að áhrifa El Nino mun þá gæta í enn meira mæli en á þessu ári. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. 5. október 2023 07:35 Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. 6. september 2023 10:23 Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. 8. ágúst 2023 09:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Kópernikus, loftslagsstofnun Evrópu gaf út tölur fyrir októbermánuð sem var að líða og mánuðurinn hefur aldrei verið heitari á heimsvísu. Hitinn í október var þannig 1,7 gráðum heitari en að meðaltali við upphaf iðnbyltingar. Þá var hitinn 0,4 gráðum hærri en þegar metið var síðast slegið, sem var árið 2019. Útblæstri koltvísýrings og veðurfyrirbrigðinu El Nino er helst kennt um þessa þróun en þetta var fimmta mánuðinn í röð sem hitametið á heimsvísu er slegið. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri hjá Kópernikusi segir í samtali við Guardian að nú sé hægt að segja það nær fullvíst að árið í ár verði það heitasta í sögunni. Eins og staðan er í dag er árið 1,43 gráðum yfir meðalhitastiginu fyrir iðnbyltinguna. Þá óttast vísindamennirnir að næsta ár verði enn heitara en það sem nú er að líða, ekki síst sökum þess að áhrifa El Nino mun þá gæta í enn meira mæli en á þessu ári.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. 5. október 2023 07:35 Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. 6. september 2023 10:23 Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. 8. ágúst 2023 09:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. 5. október 2023 07:35
Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. 6. september 2023 10:23
Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. 8. ágúst 2023 09:32