Atlético á toppinn en allt jafnt á toppi H-riðils Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 22:40 Griezmann og félagar skemmtu sér konunglega í kvöld. EPA-EFE/KIKO HUESCA Atlético Madríd er mætt á topp E-riðils eftir einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu. Þá eru Porto og Barcelona jöfn að stigum á toppi H-riðils. Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira
Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira
Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59
Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45
Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20
Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00