Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira