Blaðamannafundurinn hefst klukkan 11:30 og verður haldinn í Pollinum á jarðhæð Ráðhúss Reykjavíkur.
Eftir stutta kynningu frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verður boðið upp á viðtöl. Dagur lætur af embætti borgarstjóra næstu áramót og því er um að ræða síðustu fjárhagsáætlunina sem hann kynnir í því embætti.
Sjá má upptöku af fundinum og viðtöl við fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn í spilaranum að neðan.
Fréttin hefur verið uppfærð.